Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 99
H. C. Branner
í ágústlok
Við komum ekki til Parísar fyrr en um miðjan ágúst, og við höfðum
ekki hugsað okkur að dvelja þar nema stutt. Við ætluðum að halda
áfram til Suður-Frakklands og Pýreneafjalla, því okkur langaði til að
sjá fjöll. Þetta sumar höfðum við einmitt verið gift í tíu ár, og allan
þann tíma hafði hvorugt okkar séð regluleg fjöll. Við ætluðum að
finna stað uppi í Pýreneafjöllum og vera þar svo sem mánaðartíma.
Við töluðum að vísu ekki um það okkar í milli, en þó held ég að
fjöllin hafi verið okkur báðum svo ofarlega í huga, vegna þess að þar
vonuðum við að finna aftur dálítið, sem hafði horfið frá okkur. Við
höfðum misst það án þess að taka eftir því á þessum tíu árum. Það
hafði horfið í orðaflaumi og vinnuálagi, við setur í hægindastólum og
við blaðalestur. Það hafði horfið meðan við átum og drukkum með
fólki, sem við vissum raunar ekkert um hvernig við höfðum kynnst,
hvað þá að við ættum með því nokkra samleið í tilverunni. Tilviljanir
og margvísleg óvænt atvik höfðu síðan hlaðist ofan á þetta sem hafði
horfið, svo að nú mundum við varla lengur hvað það eiginlega var.
Við fundum bara að við áttum það ekki lengur. Við hefðum kannski
getað hjálpað hvort öðru að muna það, en við töluðum ekki um það
hvort við annað, því bæði þoldum við önn fyrir að hafa átt svona
auðvelt með að gleyma því. Þó að eitt sinn hafi það vissulega verið
mjög mikilvægt, líklega það mikilvægasta af öllu.
Við höfðum ásett okkur að sjá margt meðan við værum í París, og
fyrstu dagana sáum við líka ýmislegt. Við fórum í Louvre, og við
fórum bæði upp á Sigurbogann og undir hann, þar sem loginn
brennur á gröf óþekkta hermannsins. Einn daginn fórum við líka út
að Effelturninum — við fórum ekki upp í hann, en við sátum
andspænis honum í fínu veitingahúsi með parketgólfi og horfðum á
hann gegnum rúðu úr spegilgleri. Himinninn yfir Effelturninum var
mollulegur þennan ágústdag í París, við svitnuðum og okkur leiddist
dálítið. Smám saman hættum við þessum skoðunarferðum, við héld-
um kyrru fyrir í hverfinu þar sem við bjuggum, og sátum við lítil
TMM VII
497