Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 66
Tímarit Máls og menningar
... “21 Og Páll Sigurðsson bóndi í Árkvörn, þingmaður Rangæinga, var á
sama máli. I kaupstöðunum vöndust menn á hið ljúfa líf, sem heillaði
spjátrungana og letimagana. Og hverjar yrðu afleiðingarnar af aukinni
lausamennsku og byggð í kaupstöðum? Þá væri kippt „fætinum undan
hússtjórninni,“ fullyrti hann, „ ... og hússtjórnin er þó undirrót alls
félagslífs. Ungdómurinn verður fyrst að læra að hlýða,... því læri hann ekki
að hlýða, þá kann hann aldrei að stjórna; ... “22 Niðurstöður Jóns og
bændanna voru þó ólíkar; bændurnir vildu girða fyrir vöxt kaupstaða, Jón
stofna barnaskóla.
IV
Það er skoðun mín, að meirihluti þingmanna hins unga alþingis hafi verið
undir litlum áhrifum frá evrópskri frjálshyggju. Samfélagssýn þeirra var um
flest býsna lík því sem finna má aftur og aftur í ritum 18. aldar. Og hvernig
ætti öðruvísi að vera? Hér dettur mér helst í hug til samlíkingar rannsókn
franska sagnfræðingsins Lucien Febvres á hugmyndaheimi 16. aldar skálds-
ins Rabelais og meintu guðleysi hans.23 Niðurstaða Febvres var að Rabelais
og samtímamenn hans hafi ekki getað verið guðlausir, því að þá skorti þau
andlegu verkfæri — l’outillage mental — sem eru forsenda guðleysis. Með
þessu átti Febvre við að skynjun á umheiminum, tungumál og vísindi á 16.
öld hafi gert mönnum ókleift að ímynda sér veröldina án tilvistar æðri
máttarvalda. Á svipaðan hátt gátu íslenskir bændur um miðja 19. öld vart
gengið frjálshyggju á hönd, hugmyndir þeirra um mannlegt eðli samrýmd-
ust engan veginn þeirri trú frjálshyggjunnar að maðurinn væri í eðli sínu
rational og hagsýnn. Skynsemina, sem í kennisetningu frjálslyndra er
eðlislægur eiginleiki mannsins, áleit meiri hluti alþingismanna um miðja 19.
öld verða að innprenta einstaklingum með styrkum aga og eftirliti. Þeim var
óskiljanlegt hvernig það samfélag gæti staðist, sem losaði um öll höft á
atvinnu manna, búsetu og giftingum. Slíkt samfélag væri dæmt til að leysast
upp, þar sem þá myndu einstaklingarnir aldrei læra þá einföldu staðreynd
að þrotlaus vinna og fyrirhyggjusemi er nauðsynleg í þeim táradal sem
jörðin er.
Ekki er samt hægt að ganga framhjá þeirri staðreynd, að íslensk sjálf-
stæðisbarátta hófst fyrir alvöru þegar gamla samfélagið í allri Norður- og
Vestur-Evrópu varð að láta undan síga fyrir nýjum vindum frjálslyndis.
Þetta voru ár óstöðugleika, gömul gildi voru dregin í efa og ný stjórnarform
reynd. Margir íslendingar fylgdust grannt með þessum hræringum og tóku
almennt afstöðu með undirokuðum þjóðum gegn kúgun. En hér ber þess að
minnast, að hugmyndir og kenningar hafa ekki sjálfstætt líf. Þær öðlast
464