Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 66
Tímarit Máls og menningar ... “21 Og Páll Sigurðsson bóndi í Árkvörn, þingmaður Rangæinga, var á sama máli. I kaupstöðunum vöndust menn á hið ljúfa líf, sem heillaði spjátrungana og letimagana. Og hverjar yrðu afleiðingarnar af aukinni lausamennsku og byggð í kaupstöðum? Þá væri kippt „fætinum undan hússtjórninni,“ fullyrti hann, „ ... og hússtjórnin er þó undirrót alls félagslífs. Ungdómurinn verður fyrst að læra að hlýða,... því læri hann ekki að hlýða, þá kann hann aldrei að stjórna; ... “22 Niðurstöður Jóns og bændanna voru þó ólíkar; bændurnir vildu girða fyrir vöxt kaupstaða, Jón stofna barnaskóla. IV Það er skoðun mín, að meirihluti þingmanna hins unga alþingis hafi verið undir litlum áhrifum frá evrópskri frjálshyggju. Samfélagssýn þeirra var um flest býsna lík því sem finna má aftur og aftur í ritum 18. aldar. Og hvernig ætti öðruvísi að vera? Hér dettur mér helst í hug til samlíkingar rannsókn franska sagnfræðingsins Lucien Febvres á hugmyndaheimi 16. aldar skálds- ins Rabelais og meintu guðleysi hans.23 Niðurstaða Febvres var að Rabelais og samtímamenn hans hafi ekki getað verið guðlausir, því að þá skorti þau andlegu verkfæri — l’outillage mental — sem eru forsenda guðleysis. Með þessu átti Febvre við að skynjun á umheiminum, tungumál og vísindi á 16. öld hafi gert mönnum ókleift að ímynda sér veröldina án tilvistar æðri máttarvalda. Á svipaðan hátt gátu íslenskir bændur um miðja 19. öld vart gengið frjálshyggju á hönd, hugmyndir þeirra um mannlegt eðli samrýmd- ust engan veginn þeirri trú frjálshyggjunnar að maðurinn væri í eðli sínu rational og hagsýnn. Skynsemina, sem í kennisetningu frjálslyndra er eðlislægur eiginleiki mannsins, áleit meiri hluti alþingismanna um miðja 19. öld verða að innprenta einstaklingum með styrkum aga og eftirliti. Þeim var óskiljanlegt hvernig það samfélag gæti staðist, sem losaði um öll höft á atvinnu manna, búsetu og giftingum. Slíkt samfélag væri dæmt til að leysast upp, þar sem þá myndu einstaklingarnir aldrei læra þá einföldu staðreynd að þrotlaus vinna og fyrirhyggjusemi er nauðsynleg í þeim táradal sem jörðin er. Ekki er samt hægt að ganga framhjá þeirri staðreynd, að íslensk sjálf- stæðisbarátta hófst fyrir alvöru þegar gamla samfélagið í allri Norður- og Vestur-Evrópu varð að láta undan síga fyrir nýjum vindum frjálslyndis. Þetta voru ár óstöðugleika, gömul gildi voru dregin í efa og ný stjórnarform reynd. Margir íslendingar fylgdust grannt með þessum hræringum og tóku almennt afstöðu með undirokuðum þjóðum gegn kúgun. En hér ber þess að minnast, að hugmyndir og kenningar hafa ekki sjálfstætt líf. Þær öðlast 464
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.