Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 101
í ágústlok Við lágum og stríddum hvort öðru dálítið með því sem hvort um sig þoldi verst. Við ætluðum alls ekki að skoða neitt af þessu, né yfirleitt nokkuð fleira. Tíminn stóð kyrr. Við lágum hreyfingarlaus á bakinu og fundum að loksins vorum við komin til Parísar. Eitthvað var tekið að gægjast fram, en það var ekki það sem við höfðum ætlað okkar að finna. Við vissum ekki hvað það var. Og við vorum næstum alveg hætt að hugsa um fjöllin. Við vissum heldur ekki hvenær við ætluðum að halda áfram suður á bóginn. Við vissum ekkert hvað við ætluðumst fyrir. Þegar tekið var að kula settumst við út við opinn gluggann. Gatan var mjög þröng, og handan hennar sáum við beint inn um opna glugga og allt sem gerðist þar inni. Fólkið hinum megin sá líka allt sem gerðist hjá okkur. Fjölskyldan beint á móti lagði á borð og settist við gluggann til að matast. Þarna sat hún eins og lítill ættbálkur úr Gamla testamentinu. Við gátum séð allt sem þau voru að borða: krabba, safaríkar kjötsneiðar, salöt í mörgum smáskálum, sem þau blönduðu saman og hrærðu olíu og kryddi saman við. Að lokum borðuðu þau stóra blóðrauða melónu. Við urðum svöng af að horfa á þau og ég fór niður í götuna og sótti bændavín og ávexti. Eg kinkaði kolli og brosti til allra sem voru að versla, og þeir kinkuðu kolli og brostu á móti. Það var eins og hver annar sjálfsagður hlutur að við þekktumst, við höfðum alltaf búið í sömu götunni, búið þar alla ævi og ekkert okkar hafði nokkru sinni komið út fyrir götuna. Eg kunni of lítið í frönsku til að geta lesið blöðin, en við höfðum ýmsar aðferðir til að gera okkur skiljanleg. Maðurinn í vínbúðinni var í dökkblárri blússu og með skinnsvuntu. Hann var rólegur og alvar- legur og við vorum báðir rólegir og alvarlegir þar sem við stóðum hlið við hlið í svölu hálfrökkrinu innan um allar flöskurnar og tunnurnar. Hann krítaði tölurnar á búðarborðið og lagði þær saman fyrir mig og ég kinkaði kolli því ég vissi að útkoman var rétt. Eg réð það af rólegum og alvarlegum svip hans. Og konan í ávaxtabúðinni brosti og talaði án afláts, en þegar ég reyndi að segja fáein orð á minni bjöguðu frönsku bandaði hún frá sér með hendinni. Eins og til að sýna að til þess værum við allt of kunnug. Hún vissi vel hvaða ávexti ég ætlaði að kaupa, og hvaða ávexti við öll í götunni borðuðum þennan dag. Þegar ég kom aftur upp í herbergið var Winní búin að leggja á borð 499
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.