Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 121
bann við kjarnorkusprengjum í and- rúmsloftinu halda þær áfram í iðrum jarðar. (268) Er þetta þá hlutskipti okkar? Erum við daemd til að burðast með (sorgar)- sögur foreldranna og forfeðranna á öxl- unum alla okkar tíð? Dæmd til stöðugra endurtekninga? I myndmáli tilvitnunar- innar að ofan má sjá viðbjóðinn sem þessi tilhugsun vekur sögumanni: vegna fortíðarinnnar erum við „geislavirk" og þar með eitruð, veikluð, dæmd? I tilvitn- uninni felst hyldjúp menningarsvartsýni og rökrétt framhald er örvænting: Er ekki nóg að lifa bara til að lifa? Þarf að lifa til einhvers sérstaks? Lifa til að vélrita? (268) Sögumaður okkar vill ekki átök, vill ekki hatur, rifrildi, uppgjör og sögu. Hann vill jafnvægi, ást, öryggi, skilyrð- islausa vellíðan, hér og nú. Þess vegna velur hann „minnisleysið“. Þess vegna velur hann „að gangast við barninu í sér“, vera leikfélagi Hrings, samsama sig honum — og hann sér ekki hve narkiss- ísk sú samsömun er: Hann samsamar sig aðeins því „hreina", frumlega og glaða í bernsku Hrings, „myrkari" hliðar sinn- ar eigin bernsku tengir hann ekki við sinn son. Hann velur að elska konuna sína, en samskipti karls og konu eru aldrei átaka- laus, ástin ekki einföld. Það veit Guð- mundur Andri. Hann hugsar um ást þeirra Bylgju og vináttu en það er ýmis- legt sem truflar hann. Að nokkru leyti er hann meðvitaður um það hvernig hann endurtekur tilfinningamynstur föð- urins; löngunina til að eiga, andúðina á sjálfstæðu tilfinningalífi Bylgju, afbrýði- semina. Hann vill líka að Bylgja sé ást- Umsagnir um btekur kona sín og móðir í senn, vaggi sér „cheek to cheek“ inn í sjálfsfullnægða algleymið sem ungbarnið hvílir í, í sam- runa við móðurina, áður en aðskilnaður- inn verður að sálfræðilegum veruleika. Hann veit að þessar væntingar verða ekki uppfylltar, en eitthvað í lífsmynstri hans gerir þessa þrá sterka og áleitna, söknuðinn eftir hinni glötuðu paradís of sáran. Hvað er þetta „eitthvað"? Hvað knýr sögumann okkar til að fara í gegn- um öll uppgjörin í bókinni? Að lifa — eba skrifa Franski sálgreinandinn Jacques Lacan segir að í málinu speglist hvort tveggja það að við erum skijin frá öðrum mann- eskjum og hve háð við erum þeim. Þegar það rennur upp fyrir smábarninu að það er aðskilið frá móðurinni gín við því hyldýpi hins óþekkta, og það er málið sem verður því til bjargar. Orðið er tákn sem færir það fjarlæga nær. Orðið gerir barninu mögulegt að lifa af sársaukann yfir hinum fyrsta aðskilnaði. Um leið er málið staðfesting þess að þessi aðskilnaður er orðinn, að frum- bernskar hugmyndir okkar voru blekk- ing: við munum ekki fá það sem við girnumst þegar í stað og við erum ekki eilíf. Málið felur í sér og sýnir okkur takmarkanir okkar og við viljum ekki viðurkenna þær af því að djúpt í reynslu okkar lifir hugmyndin um eilífa sælu. I minningu þessa fyrsta narkissisma og í þránni eftir að vera sjálfum okkur nóg, hyllumst við til að afneita öðrum, þó að við eigum þeim lífið og vitundina að þakka, við afneitum takmörkunum sem okkur eru settar, afneitum dauðanum, reynum að afneita því að við erum ófull- komin og öðrum háð. Maðurinn afneitar því sem gerir hon- um lífið mögulegt, samkvæmt Lacan. 519
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.