Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 103
/ dgústlok
sem vorum þar sem ástandið var talið svona alvarlegt höfðum ekki
orðið vör við neitt. „En þú mátt ekki gleyma því að við lesum ekki
blöðin“, sagði Winní. „Við getum ekki lesið frönsku blöðin. Við
skulum fara upp á Döme og líta í danskt blað.“
„Eg stíg ekki fæti inn á Döme,“ sagði ég. „En við getum farið upp
á breiðgötuna og litast um.“
Þar var ekkert óvanalegt að sjá. Hávaðinn yfirgnæfði allt að vanda,
eins og ærsl í kátum börnum. Bílarnir sendu frá sér blá ský upp í
skjannahvítt sólskinið milli trjánna og lögregluþjónninn sveiflaði
prikinu og lék sér eins og fimur nautabani. Það getur svo sem verið
að óvenju margir hafi verið að kaupa blöðin við litlu grænu blaðsöl-
una, og allir litu snöggt á þau áður en þeir stungu þeim í vasann. En
þeir flettu þeim ekki í sundur strax og fóru að lesa þau. Og
fyrirsagnirnar voru ekkert stærri en vanalega. „Okkur er alveg óhætt
að bíða þangað til fyrirsagnirnar ná yfir alla forsíðuna,“ sagði ég við
Winní. „Þá er nógu snemmt að fara að hugsa um stjórnmálaástand-
ið.“
Um kvöldið litum við aftur á fyrirsagnirnar, en þær voru enn álíka
stórar og svo var enn daginn eftir. En þriðja morguninn vöknuðum
við bæði eldsnemma, eins og við hefðum verið búin að koma okkur
saman um það. Við lágum stundarkorn þegjandi og hlustuðum á
hávaðann ofan af breiðgötunni.
„Heyrirðu,“ sagði Winní allt í einu, „hljóðið hefur breyst.“ Ég var
einmitt að hugsa um það sama. Ég heyrði ekki breytinguna, en ég
skynjaði hana í taugunum. Skarkalinn í borginni var allt öðru vísi.
Við flýttum okkur í fötin og fórum upp á breiðgötuna.
Fyrirsagnirnar í blöðunum voru að vísu ekkert stærri, en nú beið
alltaf fjögurra til fimm manna hópur fyrir framan litla grænmálaða
blaðsöluturninn og þegar menn gengu burt eftir gangstéttinni með
blaðið fóru þeir strax að lesa. Við sáum öll dagblöðin ganga burt frá
blaðsöluturninum og dreifast til beggja handa, hvít dagblöð sem
kjöguðu áfram. Við drukkum morgunkaffi ásamt mörgum öðrum
standandi inni á bar, og sáum öll dagblöðin ganga hjá fyrir utan. Við
sáum grænan strætisvagn með hlaða af sundurflettum blöðum á
afturpallinum. Við sáum líka lögregluþjóninn lyfta prikinu og stöðva
gangandi blaðastrauminn og síðan láta prikið síga og hleypa blöðun-
um yfir.
501