Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 103
/ dgústlok sem vorum þar sem ástandið var talið svona alvarlegt höfðum ekki orðið vör við neitt. „En þú mátt ekki gleyma því að við lesum ekki blöðin“, sagði Winní. „Við getum ekki lesið frönsku blöðin. Við skulum fara upp á Döme og líta í danskt blað.“ „Eg stíg ekki fæti inn á Döme,“ sagði ég. „En við getum farið upp á breiðgötuna og litast um.“ Þar var ekkert óvanalegt að sjá. Hávaðinn yfirgnæfði allt að vanda, eins og ærsl í kátum börnum. Bílarnir sendu frá sér blá ský upp í skjannahvítt sólskinið milli trjánna og lögregluþjónninn sveiflaði prikinu og lék sér eins og fimur nautabani. Það getur svo sem verið að óvenju margir hafi verið að kaupa blöðin við litlu grænu blaðsöl- una, og allir litu snöggt á þau áður en þeir stungu þeim í vasann. En þeir flettu þeim ekki í sundur strax og fóru að lesa þau. Og fyrirsagnirnar voru ekkert stærri en vanalega. „Okkur er alveg óhætt að bíða þangað til fyrirsagnirnar ná yfir alla forsíðuna,“ sagði ég við Winní. „Þá er nógu snemmt að fara að hugsa um stjórnmálaástand- ið.“ Um kvöldið litum við aftur á fyrirsagnirnar, en þær voru enn álíka stórar og svo var enn daginn eftir. En þriðja morguninn vöknuðum við bæði eldsnemma, eins og við hefðum verið búin að koma okkur saman um það. Við lágum stundarkorn þegjandi og hlustuðum á hávaðann ofan af breiðgötunni. „Heyrirðu,“ sagði Winní allt í einu, „hljóðið hefur breyst.“ Ég var einmitt að hugsa um það sama. Ég heyrði ekki breytinguna, en ég skynjaði hana í taugunum. Skarkalinn í borginni var allt öðru vísi. Við flýttum okkur í fötin og fórum upp á breiðgötuna. Fyrirsagnirnar í blöðunum voru að vísu ekkert stærri, en nú beið alltaf fjögurra til fimm manna hópur fyrir framan litla grænmálaða blaðsöluturninn og þegar menn gengu burt eftir gangstéttinni með blaðið fóru þeir strax að lesa. Við sáum öll dagblöðin ganga burt frá blaðsöluturninum og dreifast til beggja handa, hvít dagblöð sem kjöguðu áfram. Við drukkum morgunkaffi ásamt mörgum öðrum standandi inni á bar, og sáum öll dagblöðin ganga hjá fyrir utan. Við sáum grænan strætisvagn með hlaða af sundurflettum blöðum á afturpallinum. Við sáum líka lögregluþjóninn lyfta prikinu og stöðva gangandi blaðastrauminn og síðan láta prikið síga og hleypa blöðun- um yfir. 501
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.