Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 135

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 135
Fyrsta sagan. Studia Islandica, 37,1978.) Meðal þeirra heimilda sem höfundur Fagrskinnu hefur metið mest hafa verið dróttkvæðar vísur og kvæði um höfð- ingja. Hann hefur kunnað eða haft að- gang að feikimiklu af slíkum kveðskap, því að hann tilfærir alls 272 vísur og eru margar hvergi annars staðar til, og hefur hann þó bersýnilega, eins og Bjarni bendir á, kunnað eða haft fyrir sér meiri kveðskap en þann sem hann tekur upp í ritið. Eg sakna þess að Bjarni skuli ekki hafa gert máli og stíl Fagrskinnu sérstök skil á sama hátt og hann gerir með Agrip. Reyndar er hvorugt jafnsérkenni- legt í Fagrskinnu en þó er stíll ritsins athugunar verður. Eins og Bjarni minn- ist á hafa menn löngum gert heldur lítið úr ritsnilld höfundar Fagrskinnu. Hann virðist heldur vilja milda þann dóm, og hefði þó mátt hnykkja betur á, að mér finnst, því að víða er vel að orði komist og bersýnilegt að höfundi hafa verið kunn ýmis lærð mælskubrögð þótt hann beiti þeim í hófi. Að vísu er erfitt að vita hvað haft er beint eftir öðrum. Þó er ljóst að höfundur hefur haft mætur á andyrðingum, eins og þessi dæmi, tekin af handahófi og til gamans, sýna vel: I þessi orrostu var eigi gott blauðum mpnnum mótgpngu at veita fyrir sakar afls ok vápna ok áræðis, ok þóttisk sá danskra manna bezt hafa er firrstr var. En þeim leiddisk brátt, er næstir váru ... (93) Mikit starf hafði hann í sínu ríki ok lítt til nytsemðar landsfólkinu. Hans menn unnu hónum mikit, var hann þeim góðr, þó at búpndum væri hann harðr. Þessi pld hefir verið hprðust í Nóregi ok verst fyrir þá Umsagnir um bœkur spk, at heiðinna manna þján sýsti lítit gott, en sjálfum þeim þungt, er báru. (103) Fagrskinna er varðveitt í eftirritum norskra handrita, og lítill vafi er á að hún hefur verið saman sett að ósk og líklega undir handarjaðri Hákonar gamla, enda mun hún vera það Noregs- konunga tal sem hann lét lesa yfir sér í banalegunni. Nokkur þræta hefur hins vegar verið um það með Norðmönnum og Islendingum hvort höfundur væri heldur norskur eða íslenskur. Um nokk- urt skeið hafa flestir fallist á að hann muni hafa verið Islendingur og Bjarni hallast heldur á þá sveifina, ekki síst vegna mikillar þekkingar á fornum kveðskap. Nýlega hefur norskur fræði- maður reynt að draga saman rök fyrir því að höfundur hafi þó verið norskur. Fullvíst verður það sjálfsagt aldrei, en þótt hann hafi verið íslenskur, sem okk- ur löndum þykir sennilegra, er bókin tvímælalaust gott dæmi um þá norrænu menningarsamvinnu sem hófst ekki seinna en með Sverris sögu og haldið var fram þangað til Sturla Þórðarson var búinn að setja saman sögu Magnúsar lagabætis. Ég hef ekki sett mig svo vel inn í það mikla efni sem Bjarni Einarsson hefur unnið úr í útgáfu sinni á Agripi og Fagr- skinnu að ég geti gerst dómari um starf hans en hvergi er annað að sjá en það sé unnið af þeirri alúð og kostgæfni sem einkennir góða fílólóga, og gildir þá einu þótt þeir unni ekki með ærslum þeim ritverkum sem þeir fást við að gefa út. Ekki ber á öðru en Islenzk fornrit séu enn fallega prentuð þótt tölvur hafi tek- ið við af handsetjurum, en mér þótti letrið á formála ívið smátt og held að óhætt hefði verið að hafa það af sömu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.