Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 60
Tímarit Máls og menningar svaraði alþýðan markaðssteínu hennar með blóðugum uppreisnum, eins og sagnfræðingarnir George Rudé og Eric Hobsbawm hafa lýst svo vel í bók sinni um Captain Swing.1 Markmið mitt hér er að fjalla um hvernig þau undur gátu gerst að íslenskir bændur, sem á flestum öðrum skeiðum sögunnar eru þekktir fyrir annað en róttækni, féllu á svo skömmum tíma fyrir kenningum erlendra hugsuða og uppreisnarhreyfinga og gengu frelsinu á hönd. Rannsóknin er takmörkuð að mestu við umræður um bann við öreigagiftingum á fyrstu þingum alþingis eftir endurreisn þess. Eg valdi þetta mál vegna þess að frelsi til giftinga snertir bæði persónulegan rétt einstaklingsins og atvinnufrelsið, auk þess sem það snerti beint hagsmuni bændaþingmanna. Skapaði það því almennar umræður, sem neyddu þingmenn til að taka afstöðu til einstakl- ingsfrelsis og samfélagslegra hafta. Vettvangurinn, sem leitað var til, er alþingi, því að Islendingar geta ekki státað sig af jafn dramatískum átökum og flestar nágrannaþjóðirnar. Sjálfstæðisbaráttan íslenska var með eindæm- um friðsæl — eina dauðsfallið sem ég veit um að megi tengja nokkuð beint við aðgerðir Islendinga var hjartaslag Gríms amtmanns á Möðruvöllum, sem sumir kenna mótmælum skagfirskra bænda fyrir utan bústað hans árið 1849. Atökin voru bundin við orðaskak fremur en vopnagný, og vettvang- urinn var alþingi frekar en gatan eða túnið. Meint frelsisást og frjálslyndi forsprakka sjálfstæðisbaráttunnar íslensku ætti því að endurspeglast í skoðanaskiptum alþingismanna. II Áður en lengra er haldið langar mig að staldra örlítið við hugtökin frjáls- lyndi og frjálshyggja og markmið þeirra frjálslyndu hreyfinga sem ollu svo miklu umróti í hinum vestræna heimi á fyrri hluta síðustu aldar. Þetta er því mikilvægara sem merking hugtakanna hefur verið nokkuð á reki í íslenskri sagnfræði. Þessi ruglingur helgast sennilega mest af því að inntak hugtaksins frjálslyndi er nokkuð óljóst í íslensku máli. Þetta kann að tengjast þeirri breytingu sem enska orðið liberalism hefur tekið á síðastliðinni öld eða svo. I daglegu tali í Bandaríkjunum, svo ég taki dæmi sem ég þekki af persónu- legri reynslu, þá er hugtakið liberal nú oftast notað um þá sem eru heldur til vinstri í hefðbundnu stjórnmálaflokkunum tveimur. Þeir eru venjulega fylgjandi félagslegri hjálp og eru hlynntir sérstökum aðgerðum ríkisvaldsins til að bæta stöðu minnihlutahópa. Þessi merking orðsins er mjög ólík því sem það hafði á fyrri hluta 19. aldar og gætir til dæmis nokkurrar beiskju hjá hagfræðingnum Joseph Schumpeter í garð „óvina einkaframtaksins“ sem hann ásakar um stuld á hugtakinu.2 458
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.