Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 99

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 99
H. C. Branner í ágústlok Við komum ekki til Parísar fyrr en um miðjan ágúst, og við höfðum ekki hugsað okkur að dvelja þar nema stutt. Við ætluðum að halda áfram til Suður-Frakklands og Pýreneafjalla, því okkur langaði til að sjá fjöll. Þetta sumar höfðum við einmitt verið gift í tíu ár, og allan þann tíma hafði hvorugt okkar séð regluleg fjöll. Við ætluðum að finna stað uppi í Pýreneafjöllum og vera þar svo sem mánaðartíma. Við töluðum að vísu ekki um það okkar í milli, en þó held ég að fjöllin hafi verið okkur báðum svo ofarlega í huga, vegna þess að þar vonuðum við að finna aftur dálítið, sem hafði horfið frá okkur. Við höfðum misst það án þess að taka eftir því á þessum tíu árum. Það hafði horfið í orðaflaumi og vinnuálagi, við setur í hægindastólum og við blaðalestur. Það hafði horfið meðan við átum og drukkum með fólki, sem við vissum raunar ekkert um hvernig við höfðum kynnst, hvað þá að við ættum með því nokkra samleið í tilverunni. Tilviljanir og margvísleg óvænt atvik höfðu síðan hlaðist ofan á þetta sem hafði horfið, svo að nú mundum við varla lengur hvað það eiginlega var. Við fundum bara að við áttum það ekki lengur. Við hefðum kannski getað hjálpað hvort öðru að muna það, en við töluðum ekki um það hvort við annað, því bæði þoldum við önn fyrir að hafa átt svona auðvelt með að gleyma því. Þó að eitt sinn hafi það vissulega verið mjög mikilvægt, líklega það mikilvægasta af öllu. Við höfðum ásett okkur að sjá margt meðan við værum í París, og fyrstu dagana sáum við líka ýmislegt. Við fórum í Louvre, og við fórum bæði upp á Sigurbogann og undir hann, þar sem loginn brennur á gröf óþekkta hermannsins. Einn daginn fórum við líka út að Effelturninum — við fórum ekki upp í hann, en við sátum andspænis honum í fínu veitingahúsi með parketgólfi og horfðum á hann gegnum rúðu úr spegilgleri. Himinninn yfir Effelturninum var mollulegur þennan ágústdag í París, við svitnuðum og okkur leiddist dálítið. Smám saman hættum við þessum skoðunarferðum, við héld- um kyrru fyrir í hverfinu þar sem við bjuggum, og sátum við lítil TMM VII 497
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.