Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 130

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 130
Tímarit Máls og menningar saklausan hátt sem leikur en snýst óðar, líkt og ósjálfrátt, yfir í djúprætta alvöru þar sem samband tveggja verður keppni um yfirráð; keppni um vald. Annar aðil- inn nær yfirhöndinni í þeirri andlegu togstreitu, tapar þó sjálfstæðinu, en hinn verður aumkunarverður betlari, í þessu tilviki karlmaðurinn. Vigdís sviðsetur söguna sem upprifj- un stúlkunnar við jarðarför karlmanns- ins. Hún ber nokkra sök á dauða hans; fremur en sitja uppi með betlarann vill hún halda reisn og sjálfstæði. Valið stendur á milli seigdrepandi sambands eða dauða karlmannsins. Dauða beggja eða annars þeirra. Stúlkan sviðsetur dauða karlsins en situr uppi með morð á samviskunni. Ekki ýkja frumlegt efni í sjálfu sér, en efnistökin eru gerólík reyfurum sem helst fjalla um ástarmorð- in. Astarsamband er skoðað frá mörgum sjónarhornum, sumum óvæntum og allt sagt á margræðu máli. A gagnorðan hátt sýnir sagan ranghverfu ástarinnar og kveikir um leið siðferðilegar grund- vallarspurningar. Síðari hluti sömu sögu, sem stendur sér, sýnir aðra hlið ástar sem Iöngum hefur verið hafin í æðra veldi. Móðurást- inni fylgir líka togstreita, kvöl og innri átök og höfundur spinnur hér vef hugs- ana og drauma saman við þann kalda raunveruleik sem setur sjálfri móðurást- inni og allri ást skorður. V Listin er löng en lífið er stutt. Því er ekki að undra að menn skuli reyna að búa um sig í og verða partur af þeim eilífleika. Það hefur verið eitt af einkennum tuttugustu aldar bókmennta að sumar þær kröftug- ustu fjalla einmitt um vanda skáldskap- arins; um þau sérkenni lista sem gera þær hæfar til þess að túlka flókinn heim. Sögur Vigdísar eru þarna engin und- antekning. Sumar þær listilegustu fjalla um listirnar. Sagan Tónamir lœsa sig um hann fjallar um karlmann sem fyrir til- verknað píanóleiks er knúinn til átaka við óþægilegar spurningar um líf sitt. Máttugir tónarnir kalla fram rækilega duldar myndir fortíðar; nákomnar minningar verða lifandi. Hin listræna upplifun knýr hann til hugsana, stöðva flóttann undan fortíðinni sem var undir- rót taugaveiklunar og óhamingju manns- ins. Eins og einhverjir sjá þegar gætir í þessari túlkun áhrifa bæði frá Aristótel- esi, um kaþarsis-hreinsunarmátt listar- innar, og frá Freud um sálrænar minn- ingar sem undirrót veiklunar. Mikil saga sögð í stuttu máli og feiknarlega vel uppbyggð. Rækt höfundar við ýmis smáatriði í upphafi skýrast síðar sem mikilvægir þættir í persónulýsingu aðal- persónunnar. Gott dæmi um skáldskap þar sem hvert orð skiptir máli. Myndlistin er hins vegar í forgrunni í sögu sem ber þá táknrænu yfirskrift Og sér í honum andlit sjálfrar sín. Saga um myndlist og menn, full af táknum um veruleik og fantasíu, hvaða list er hverra? Um samspil listamanns við um- hverfi sitt og hvernig listin eins og springur út í þeirri glímu. Með öðrum orðum er hér komið inná sjálfa tilurð listarinnar, uppsprettu hennar í mönn- um. Síðasta saga bókarinnar er að mínu mati sú besta og reyndar með betri smá- sögum sem ég hef lengi lesið. Þar takast á listin og náttúran í stórbrotinni glímu orðs, tóna og náttúruhamfara; stílsett í spili fiðludrengs á álagastað, litlu þorpi sem er umlukt háum snævi þöktum fjöll- um. A hnitmiðaðan hátt lýsir höfundur þeirri spennu sem hreiðrar um sig í huga 528
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.