Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 91
Leynibókin það er búið að láta ferma mig og ég get ábyggilega fengið að vita hvar hann er. Mamma sagði einusinni að hann var altaf í gamla daga að búa til vísur og danslagategsta og svoleiðis fyrir löngu. Hann er Verkstjóri fyrir norðan, og hann var líka á sjó og hann á tvö börn sem eru hálfbróðir minn og hálfsystir mín eins og hún Nína pína sem hann Jón Gestur á með Mömmu. Eg verð, af því að ég man ekkert eftir þegar ég sá hann og ég var svo lítill þá. Jón Gestur spyr mig stundum um skólann og ég veit ekkert hvað hann vill vita. Það er ekkert mikið hægt að segja um neitt þar. Hann er kennari sjálfur en hann kennir miklu stærri krökkum í fjölbrautar- skólanum. Um daginn sagði hann að hann mundi reyna að fá að vinna hjá stofnun í háskólanum kannski næsta hust. Hann sagði að það væri miklu meira borgað og þau mundu þurfa svo mikla peninga næsta vetur. Um daginn var verið að tala um Jesús í biblíutímanum og þegar hann var krossfestur og svoleiðis, og þá spurði kennarinn alt í einu hvað var á skyrdag. Ég var búinn að þefa en bara svolítið, en ég heyrði samt illa og var alveg að sofna því það var svo heitt í kennslustofuni, en ég man að ég tók vel eftir því að hún sagði að það var þegar hann Jesús drakk og borðaði brauð með lærisneiðunum. A prófinu get ég ábyggilega svarað um það, ég er samt ekkert góður í biblíusögunum. Mamma segir að alt sé satt sem sagt er um Jesús, og hún er svo trúuð og kenndi mér að lesa bænir þegar ég var lítill og ég held að ég kunni sumt ennþá. Ég hugsa að ég láti ábyggilega ferma mig og að allir strákarnir í þessari blokk fari í fermingu. Mér finnst líka að Jesús og þeir hafi verið alveg ókei, en Oggi segir að alt sé vitlaust í biblíusög- unum og að Guð sé bara als ekki til. Mér finnst oft slæmt að heyra ekki vel, en ég er líka misjafnt sem ég heyri. Læknirinn í skólanum hann er nú bara alveg gaga, því ég sagði honum frá að ég heyrði ekki vel og þá sagði hann bara að ég hlustaði of mikið á háværa músík, en það er bara ekki satt. Ég hef aldrei hátt nema stundum, als ekki alltaf. 489
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.