Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 13

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 13
Hugarfarssaga og þróun þess. Þrátt fyrir þessi viðhorf sýndu þeir hugarfarssögu sem slíkri fullan sóma og sömdu grundvallarrit, sem verða að flokkast undir þá grein fræðanna. Þegar árið 1924 gaf Marc Bloch, annar af frumkvöðlum tímarits- ins Annála, t. d. út ritið Kraftaverkakonungarnir, um þá rótgrónu trú í Frakklandi á miðöldum og síðar, að konungar landsins hefðu yfirnáttúru- legan og heilagan kraft og gætu læknað sjúkdóma. A styrjaldarárunum gaf hinn frumkvöðullinn, Lucien Febvre, síðan út tvö merk rit um trúarleg viðhorf og trúartilfinningu á endurreisnartímanum, Vandamál trúleysis á 16. öld: trú Rabelais og Heilög ást, veraldleg ást. En með annarri kynslóð Annála-hreyfingarinnar, sem kom fram upp úr heimstyrjaldarárunum, varð nokkur stefnubreyting. Þessir sagnfræðingar, sem voru yfirleitt á einhvern hátt lærisveinar Marc Bloch og Lucien Febvre, leiddu hugarfarssögu hjá sér að mestu leyti og töldu hana jafnvel hæpna og vafasama, en lögðu þeim mun meiri áherslu á annan hluta „arfleifðarinnar“ frá lærifeðrunum, hreina efnahags- og þjóðfélagssögu. I meðferð þeirra varð þessi grein sagnfræðinnar reyndar mjög breið og fjallaði ekki aðeins um efnahagskerfið heldur líka um þjóðfélagsmál í víðum skilningi og líf almenn- ings, og í einum þætti hennar, fólksfjöldasögunni, var gjarnan vikið að viðhorfum og tilfinningum manna á fyrri öldum. A hinn bóginn höfðu sagnfræðingar þessarar kynslóðar tilhneigingu til að líta svo á að efnahags- lífið réði þjóðfélagsþróuninni og væri grundvöllur hennar, en önnur fyrir- bæri mótuðust af efnahagskerfinu og væru einungis „yfirbygging". Astæður þessarar stefnubreytingar voru vafalaust margvíslegar. Því má ekki gleyma að Annála-hreyfingin hófst í Strassburg, þar sem Lucien Febvre og Marc Bloch voru báðir háskólakennarar, og mótaðist í byrjun af þýskri sagnfræðihefð, þar sem rík áhersla var lögð á að rannsaka „heims- mynd“ (Weltanschauung) hvers tímabils. Þegar önnur kynslóðin var að mótast og ryðja sér til rúms hafði hreyfingin hins vegar flust til Parísar, þar sem andrúmsloft og aðstæður voru talsvert öðruvísi, og jafnframt urðu straumhvörf í frönsku þjóðlífi eftir heimsstyrjöldina. Philippe Ariés hefur rakið viðhorf þessara sagnfræðinga til þeirra öru breytinga sem urðu á áratugunum eftir stríðslok: þá var einangrun Frakklands rofin, iðnvæðing- unni fleygði fram, borgir stækkuðu og efnahagsframfarir voru meiri en áður voru dæmi um. Þess vegna hafði sagnfræðingum verið tamt að líta svo á að efnahagsþróunin réði öllu og þau fyrirbæri, sem hugarfarssagan fjallaði um, skiptu harla litlu máli í rás sögunnar, þau væru ekki annað en „forneskja", sem hefði tafið fyrir „þróuninni", og þar að auki væri tæplega hægt að rannsaka þau á vísindalegan hátt. Við þessar sérstöku þjóðfélagsaðstæður, sem mótuðu viðhorf bæði sagn- fræðinga og annarra, bættust svo áhrif marxisma og dólgamarxisma, sem átti 411
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.