Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 105
/ ágústlok
Lögregluþjónunum á götunum hafði líka fjölgað. Og það var eins og
þögnin hefði breiðst út til umferðarinnar, því innan í skröltinu og
hávaðanum var hljómlaus þögn. Maður skynjaði þetta í taugunum.
„Það getur þó ekki verið komið í algert óefni,“ sagði ég við Winní.
„Þá sæum við uppþot. Það yrðu mótmælagöngur með ræðuhöldum
og ólátum. Allt væri öðruvísi umhorfs.“
Hún svaraði mér engu, því hún hafði lengi verið að velta einhverju
fyrir sér. „Við skulum fara yfir á hinn bakkann," sagði hún allt í einu,
„kannski getum við fengið einhverjar upplýsingar í skandínavísku
ferðaskrifstofunni.“
Við fórum niður í neðanjarðarbrautina við Odeon. Lestin var
troðfull og fólk stóð og las blöðin. Lest full af dagblöðum sem
hristast þegar hún skröltir gegnum löng svört göng, augu renna í
snöggum kippum yfir línurnar, kjálkar tyggja sóttkveikjurnar. En
þegar við komum upp í sólskinið á torginu við óperuna var allt
skyndilega allt öðru vísi, svo miklu bjartara og öruggara. Það glamp-
aði á rauð sóltjöld, talandi fólksstraumurinn rann hjá og fyrir framan
Café de la Paix var fjöldi velbúins fólks í áköfum samræðum. Ekki
var annað að sjá en að allir töluðu enn á hægri Signubakka.
Við gengum niður Avenue de 1‘Opéra og inn í ferðaskrifstofuna.
Menn töluðu líka þar inni, margir hátt bæði á dönsku og sænsku.
Danski skrifstofumaðurinn studdi báðum höndum á afgreiðsluborð-
ið og útskýrði fyrir tveimur konum að það yrði ekkert stríð. „En það
verður ekkert stríð,“ heyrðum við að hann sagði, „þið hafið orð mín
fyrir því. Þetta er allt ástæðulaus ótti eins og í september. . . Dag-
blöðin? Það er ekkert að marka blöðin. Þér hafið að minnsta kosti
nægan tíma til umhugsunar. Komið þér bara á morgun eða hinn
daginn. Eða í næstu viku. Það er nógu snemmt." — Og síðan sneri
hann sér að sænskri konu og sagði það sama með sænskum hreim.
Hann endurtók þetta bæði við þann þriðja og þann fjórða og studdi
báðum höndum fast á afgreiðsluborðið til að stöðva strauminn af
óttaslegnu fólki. Við Winní biðum ekki eftir því að röðin kæmi að
okkur, heldur fórum aftur út úr skrifstofunni. „Þarna sérðu,“ sagði
ég, „þetta er tóm ímyndun.“
Það glampaði á rauð sóltjöldin við þessa ríkmannlegu og breiðu
götu og við heyrðum klið margra tungumála í loftinu. Hér gekk fólk
af ólíku þjóðerni og talaði enn saman. Litlir drengir í bláum einkenn-
503