Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 31
Hugarfarssaga uppi löngu á undan honum sjálfum, hefur hann þó eitt fram yfir þá, sem er hans óðal og sérsvið: tímavíddina. Þeir menn, sem hann fjallar um í rannsóknum sínum, tóku við merkjunum í sínum eigin nútíma, hvenær svo sem þau höfðu verið gefin, og túlkuðu þau eftir sínum eigin hugmyndum og merkjakerfi: þannig snertu þau þá beint (eða snertu þá alls ekki) og mótuðu viðbrögð þeirra. Lágmynd á fornum legsteini gat höfðað beint til manns á 16. öld, af því að endurreisnarlist fylgdi fornum fyrirmyndum og endur- vakti listreglur þeirra: myndin gat haft áhrif á smekk hans og mat á listaverkum, og ef hann var listamaður sjálfur, líkti hann e. t. v. eftir henni. En óvíst er að hann hafi skeytt mikið um trúarlega merkingu lágmyndarinn- ar og fornar greftrunarvenjur, sem komu t. d. fram í staðsetningu leg- steinsins, voru honum áreiðanlega alveg framandi. Sagnfræðingurinn rannsakar hins vegar í rás tímans breytingar á merkjakerfum og því sem þeim fylgir: þess vegna beinir hann t. d. athyglinni sérstaklega að breyting- um á trúarlegri (eða heimspekilegri) merkingu grafreitalistar, og leggur áherslu á að rannsaka róttæk umskipti eins og þau sem urðu í lok fornaldar, þegar hætt var að greftra lík utan borgarmúra og farið að velja þeim legstað í miðjum borgum, í kirkjum eða sem næst þeim. Frá sjónarmiði sagnfræð- ingsins hafa öll þessi fyrirbæri því tvær víddir: hann getur litið á „heim merkjanna“ í hvert skipti sem samtímaheild (hvernig svo sem upphaflegri tímasetningu hvers einstaks atriðis kann að vera háttað), þar sem hann er sjálfur „samtímamaður", og hann getur einnig litið á þennan heim eða einhvern hluta hans sem lið í þróunarferli, eins og hann sé sjálfur fyrir utan tímann og skoði myndbreytingar einstakra atriða hverja á eftir annarri. Þessum „þróunarferli“ má þó á engan hátt rugla saman við þær „framfarir“ sem þróunarkenningar gera ráð fyrir í sögunni. 6. Hlutverk þess sem fæst við hugarfarssögu er fyrst og fremst að rannsaka „heim merkjanna“ frá öllum hliðum, grundvöll hans og allt það sem honum tengist. Hann verður vitanlega að byrja á því að kanna hin ýmsu merkja- kerfi, ekki aðeins tungumálið, orðaforða þess og merkingarsvið (Jacques Le Goff telur það t. d. merkileg tímamót, þegar orðið „hreinsunareldur" kom fyrst inn í málið á miðöldum), heldur líka myndmál af öllu tagi, tónfræði, ýmis konar táknmál eins og t. d. klæðaburð, sem getur einkennt vissa þjóðfélagshópa eða stéttir, og táknrænar hátíðir sem fylgja settum reglum (alþekkt dæmi er sú seremónía í lok miðalda, þegar konungur hélt innreið sína í borg sem hann var að heimsækja). Því má einnig halda fram að „mannasiðir", sem Norbert Elias hefur fengist við að rannsaka, séu félags- 429
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.