Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 42
Loftur Guttormsson Bernskan í hugarfarssögulegu ljósi I Sem viðfangsefni í hugarfarssögu á bernskan sér þegar nokkra sögu. Um það bil aldarfjórðungur er liðinn síðan Philippe Ariés gaf út það rit sem síðar hefur orðið víðfrægt, Bernska og fjölskyldulíf í tíð gamla stjórnarfars- ins (1962). Ritið vakti reyndar ekki teljandi athygli meðal sagnfræðinga fyrr en röskum áratug síðar; og það birtist ekki á Norðurlandamálum fyrr en röskum tveim áratugum eftir að það kom út á frummálinu. En á síðustu árum hefur rit Ariés m. a. orðið kveikja að vaxandi áhuga á að rannsaka bernsku og kjör barna fyrr á tíð; nú koma árlega út margar bækur og greinar um efnið í grannlöndum okkar. Þessi áhugi hefur haldist náið í hendur við þá vaxandi rækt sem lögð hefur verið að undanförnu við fjölskyldusögu. Það væri fróðlegt að athuga hvers vegna bernskan varð ekki verðugt viðfangsefni sagnfræðinga fyrr en á okkar dögum. Sjálfsagt eru ástæðurnar þær sömu og hafa valdið framgangi hugarfarssögu almennt: gildiskreppa vestrænna tækniþjóðfélaga í kjölfar efnahags- og umhverfiskreppu: menn hafa misst trú á endalausar framfarir og yfirburði menningar okkar yfir öðrum menningarheimum. Við þetta má bæta óvissu um stöðu ungs fólks í náinni framtíð vegna vaxandi atvinnuleysis og hins lága fólksfjölgunarhlut- falls. Sumir halda því fram að bernskan sé að líða undir lok vegna þess að nýir miðlar og annars konar félagsmótun en við höfum átt að venjast muni draga mjög úr muninum á aldursbundinni stöðu fólks. Þannig megi ætla að skilin milli barna og fullorðinna á tölvuöld minnki til muna frá því sem var í iðnvæddu samfélagi. (Meyrowitz 1984:19—22) Þar sem afstaðan milli barna og fullorðinna er óðum að breytast og félagsleg ímynd þeirra er næsta * Þessi grein er stytt þýðing á samantekt sem höfundur lagði fyrir 19. aðferðafræðiþing norrænna sagnfræðinga í Násslingen (Svíþjóð) 1985 þar sem fjallað var um hugarfarsbreyt- ingar. I heilu lagi mun hún birtast í skýrslu ráðstefnunnar. 440
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.