Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 43
Bernskan í hugarfarslegu Ijósi
reikul, leikur mönnum hugur á að vita hvernig samskiptum þeirra var háttað
á liðnum öldum.
Enginn neitar því að sögulegar rannsóknir á bernskunni eru háðar
mörgum annmörkum, heimildir eru ófullkomnar og vandmeðfarnar í túlk-
un. Mikilvægt er í þessu sambandi að fræðimaðurinn átti sig á hver er hans
eigin mannskilningur — hvert rætur hans liggja — og nálgist viðfangsefni sitt
eins hlutdrægnislaust og kostur er. Reynslan sýnir að þetta er ákaflega
vandasamt.
II
í hefðbundnum sagnfræðirannsóknum hafa menn aðallega fjallað um
bernskuna í tengslum við uppeldis- og menntamál, skoðað hana næsta
einhliða frá sjónarhóli hins opinbera, í ljósi uppeldiskenninga og laga-
ákvæða frá ýmsum skeiðum. Þannig hafa fræðimenn rakið hugmyndasögu
bernskunnar allt frá grísku borgríkjunum til háþróaðra skólakerfa í þjóð-
ríkjum nútímans. Ahersla liggur hér á bernskunni sem þætti í hugmynda-
fræðilegri yfirbyggingu samfélagsins en lítill gaumur er gefinn að t. d.
fólksfjölgunarkerfi þess eða hvaða viðhorf alþýða manna hafði til barna og
uppeldis. (Webster 1976: 202-3) Líta má á þann vöxt sem hlaupið hefur í
bernskusögu að undanförnu sem lið í almennri þróun sagnfræðinnar þar
sem hugarfarssögusjónarmiðið hefur áunnið sér sess við hliðina á hefðbund-
inni hugmynda- og menningarsögu a la Buckhardt og Huizinga.
A þessum tveimur straumum, hugmyndasögu og hugarfarssögu, er um-
talsverður munur. Ofannefndir hughyggjusagnfræðingar litu helst á menn-
ingarleg fyrirbæri sem lífsskoðanir, Weltanschauungen. Vissulega bæri að
túlka þær í félagspólitísku samhengi:
En meginviðmiðun þeirra var hugmyndasagan. í þessari
sagnritunarhefð þýddi menning hámenning og þess vegna beindist
athyglin að hlutverki háttsettra úrvalshópa sem mótuðu viðhorf og
gildi ... Hughyggjumenn leiddu að mestu hjá sér alþýðuna, hún kom
fyrir sjónir sem óvirkur viðtakandi hugmynda sem aðrir höfðu
mótað. (Hutton 1981:237—38)
Hugarfarssaga leitast við að varpa ljósi á viðhorf almennings til hversdags-
legra fyrirbæra, barnauppeldis, kynlífs, fjölskyldu, dauðans. Sagnfræðingar
sem einbeita sér að athugun á bernskunni freista þess að skýra ekki aðeins
almenningsviðhorf til barna á ákveðnu tímabili heldur einnig þá farvegi sem
þessi viðhorf færðust eftir manna á milli og til næstu kynslóðar, hvort sem
441