Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 48
Tímarit Máls og menningar
„afskiptaleysiskenningin", kemur þegar fram í hinu sígilda riti Ariés. Hann
setur tilkomu bernskuhugtaksins í beint samband við breytingar á fjöl-
skylduskipan er leiddi til hinnar þröngu, borgaralegu kjarnafjölskyldu.
Bernskusaga Ariés byggist að sönnu á þróunarsjónarmiði en framsetningin
dregur dám af svartsýni höfundar og íhaldssamri samfélagssýn hans: um
leið og foreldrar fóru smám saman að skipta sér meira af börnum sínum,
einkum menntun þeirra, sættu þau strangari aga bæði heima fyrir og í skóla.
Börnin urðu háðari foreldrum sínum og þar með ósjálfstæðari en áður, það
var að dómi Ariés gjaldið sem þau urðu að greiða fyrir vaxandi bernskuvit-
und samfélagsins.
Samanborið við sporgöngumennina er áberandi hve Ariés notfærir sér
lítið lýðfræðileg gögn í tölulegu formi. Lýðfræðilegar aðstæður eru samt
gildur liður í röksemdafærslu hans. Þannig kemur ungbarnadauðinn í hinu
hefðbundna samfélagi fram sem hornsteinn í afskiptaleysiskenningu hans.
Afskiptaleysi var óhjákvæmileg afleiðing lýðfræðilegra aðstæðna á
þessum tímum ... Fólk gat ekki leyft sér að tengjast náið verum sem
eins líklegt þótti að það mundi missa. (Ariés 1962:37)
I mörgum ritum um fjölskyldusögu sem birtust á síðasta áratug röktu menn
afskiptaleysiskenninguna áfram og dýpkuðu hina lýðfræði-/sálfræðilegu
skýringu Ariés. Einna þekktust og umdeildust eru rit Edward Shorters og
Lawrence Stones. Báðir aðhyllast afskiptaleysiskenninguna en hafa enda-
skipti á orsakasamhengi Ariés (Shorter 1976:203; Stone 1977:651—2):
hirðuleysi foreldra um afkvæmin sé fremur orsök en afleiðing ungbarna-
dauðans. Með þessu eru foreldrarnir sjálfir gerðir til muna ábyrgari en ella
fyrir hlutskipti barnanna. Meðal þess sem höfundarnir hafa til marks um
vanrækslu foreldra, ef ekki beinlínis kaldlyndi þeirra, er hve algengt var að
ungbörnum væri komið í hendur launaðra „brjóstamæðra" (mercenary wet-
nursing), borin út og vafin reifum. I frönskum borgum og bæjum á 18. —19.
öld var mjög algengt að ungbörn væru seld í hendur brjóstamæðra, með
hrapallegum afleiðingum fyrir lífslíkur þeirra. I ljósi þessa setur Shorter
fram eftirfarandi tilgátu:
Ef brjóstagjöf skiptir sköpum um líf eða dauða, mætti ef til vill nota
hana sem óbeina vísbendingu um þróun móðurástar . . . A þessum
tímum urðu mæður að fórna tekjum til að gefa börnum sínum brjóst,
og hvort þær gerðu það eða ekki sýnir hve mikils virði heilsa
barnanna var þeim. (Shorter 1976:181)
446