Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 68
Tímarit Máls og menningar fögnuð. Olafur Jónsson, þingmaður Húnvetninga, taldi þannig að forsetinn fyrrverandi sýndi með máli sínu heldur lítinn skilning á hag landsins.29 Enginn vafi er á að Jón Sigurðsson naut mikillar virðingar fyrir þátt sinn í baráttunni við Dani, en fjarri var að landar hans létu forystumanninn segja sér til í einu og öllu um hvernig efnahagslífi þjóðarinnar væri best hagað.30 Ef satt skal segja, þá virðist stjórnin og fulltrúar hennar hafa verið það afl á þingi sem einna harðast barðist fyrir auknu frjálslyndi á Islandi um og eftir miðja 19. öld. Enginn vann, svo dæmi sé nefnt, harðar gegn takmörkunum á öreigagiftingum en Þórður dómstjóri Jónasson, sem var konungkjörinn fulltrúi um árabil. Það var líka að frumkvæði stjórnarinnar sem heldur var losað um atvinnufrelsi manna á 7. áratug aldarinnar — og var þar þó gengið mun skemmra en stjórnin vildi sökum eindreginnar andstöðu þingmanna.31 Eg held, að það sé einmitt hér sem við ættum að leita áhrifa frjálslyndra hreyfinga á pólitískt líf Islendinga. Frönsku byltingarnar tvær, í júní 1830 og febrúar 1848, höfðu nefnilega bein áhrif í Danmörku og urðu til þess á endanum að steypa einveldinu danska úr sessi. I anda frjálslyndis vildi danska stjórnin eftir 1848 losa um þau höft sem ríktu á Islandi, a. m. k. svo framarlega sem slíkt rýrði ekki um of tekjur ríkiskassans eða áhrifamikilla þrýstihópa í Danmörku. Það væru ýkjur að halda því fram að stjórnin hefði stefnt að byltingarkenndum breytingum í hjálendunni, en ljóst er þó að aðgerðir þeirra stefndu heldur að því að losa um bönd á frelsi einstakl- ingsins. Vaxandi afskipti stjórnarinnar af íslenskum málum voru ekki vinsæl á Islandi og voru jafnvel ein helsta kveikjan að þeim blossandi áhuga sem varð í sjálfstæðismálunum um og eftir miðja 19. öld. Flestum þingmönnum alþingis geðjast lítt að því frelsi sem stjórnin boðaði. Asgeir Einarsson bóndi og þingmaður Strandamanna um árabil, benti í því sambandi á, að „þegar talað er um frelsi og ófrelsi, lítur sínum augum hver á silfrið; sumir skilja við frelsi sjálfræði, en aðrir þjóðfrelsi; þeir vilja að þeir stjórni, sem eiga að stjórna, en ekki ráðleysingjarnir ... “32 íslendingar vildu þjóðfrelsi, en það var langt því frá að vera hið sama og einstaklingsfrelsi. Þjóðfrelsið virðast þingmenn alls ekki hafa ætlað að nota til þess að umbylta hefðbundnu samfélagi íslands, þvert á móti vildu þeir styrkja íslenska landbúnaðarsamfé- lagið og gera því kleift að bregðast við vandamálum sem að því steðjuðu. Hér gegndi bann við öreigagiftingum lykilhlutverki þegar æ erfiðara reyndist að sporna gegn aukinni lausamennsku og húsmennsku sökum vaxandi fólksfjölda. Þar kom meirihluti þjóðkjörinna þingmanna fram sem andstæðingar nýrra hugmynda um persónufrelsi einstaklingsins, á meðan danska stjórnin hvatti til aukins frjálslyndis í takt við samfélagsþróun í Danmörku á þessum tíma. Þess vegna má spyrja hvort upphaf baráttunnar 466
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.