Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 73

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 73
Draumar í Islendingasögum Síðan segir frá komu arnarins, sem „settist hjá álftinni og klakaði við hana blíðlega og þótti mér hún það vel þekkjast“. Þá flýgur til þeirra annar örn og vill einnig nálgast álftina. Ernirnir berjast nú um hana og velta að lokum dauðir ofan af þekjunni, en álftin situr eftir hnípin mjög og dapurleg. Þá flýgur enn valur til álftarinnar „og lét blítt við hana“ og þau fljúga burt bæði saman.1) Hér eru sett fram í hnotskurn þau örlög, sem höfundur ætlar sér að rekja í sögunni. Draumurinn veitir þeim aukinn þunga. Sýnilega væntir höfundur þess að undir áhrifum forlagatrúarinnar taki lesendur það gott og gilt, að auðugur og ættstór héraðshöfðingi láti bera út barn sitt. Slíkt atferli hæfir þó annars svíðingum einum og örsnauðum kotungum. Hin harmljúfa saga hefst á arnadraumnum og henni lýkur með andláti Helgu í faðmi hauksins góða, Þorkels bónda hennar. Af frábæru listfengi beitir höfundur Laxdælu draumnum, er hann lætur Gest ráða fjóra kunna drauma Guðrúnar Osvífursdóttur. I ráðningunni felst ekki örlagaspáin ein; hún er jafnframt skapgerðargreining söguhetjunn- ar. I hverjum draumi þykir þessari unglingsstelpu sem hún eignist nýjan skartgrip, í hvert sinn er sá er hún eignast síðar dýrmætari en hinn sem hún átti áður, en missir hann svo eftir skamma hríð. Hver er þessi stúlka, sem fimmtán vetra gömul er gefin manni, sem hún þekkir ekki einu sinni af sjón? Ósvífur faðir hennar segir henni frá gjaforðinu meðal annarra þingfrétta. En í kaupmála sínum við biðilinn,hefir hann áskilið, að eftir brúðkaupsnóttina skuli bóndi hennar vera skyldur til „að kaupa gripi til handa henni svo að engi jafnfjáð kona ætti betri gripi, en þó mætti hann halda búi sínu fyrir þær sakir". Hér er hóflausri glysgirni stúlkunnar lýst opinskátt og mun slíkt skilorð vera sjaldgæft ef ekki einstætt í hjúskaparsamningi, en raunar er það ályktun sem Ósvífur dregur af eigin reynslu um það, hvers eiginmaðurinn megi vænta í þessu efni, enda kom brátt á daginn að Guðrún var „erfið í gripakaupum". Af þeim sökum m. a. varð sambúðin skammvinn, seytján vetra gömul sleit Guðrún henni, enda hafði hún þá þegar náið samband við Þórð, sem hún giftist brátt. Ráðning Gests á tveimur fyrstu draumunum hafði þegar rætzt. Glysgirni unglingsstelpunnar sem sagði Gesti drauma sína hefir verið honum jafn ljós og föður hennar, enda voru þeir trúnaðarvinir, og draumarnir snúast allir um skartgripi. Engan speking þurfti til að sjá að þessi skapgerðarþáttur yrði henni örlagaríkur. Og með draumaráðningu 1) Ekki þykir mér ástæða til að vitna i blaðsíðutal í heimildum mínum. Ritsins er ávallt getið og hinn tilvitnaði texti er auðfundinn. 471
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.