Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 74
Tímarit Máls og menningar Gests er fundinn sá grunntónn, sem höfundur þóttist þurfa fyrir framgang sögunnar. Til sama bragðs tekur höfundur Harðar sögu og Hólmverja. En draumur Signýjar, sem á að boða örlög ófædds sonar hennar, verður höfundi til hindrunar við persónusköpun söguhetjunnar. Þess vegna herðir hann á draumspánni með hrakspá Signýjar, er hún reiðist yfir brotnu meninu, svo sennilegt sem það atvik virðist. Við þetta forspjall er höfundur bundinn. Drengskapur og dirfska, sem auðkenna Hörð í utanför hans og afla honum þar göfugs kvonfangs, snúast eftir heimkomuna í hroka og úrræðaleysi. Hálffertugur að aldri verður hann sekur — sem margan mann henti á söguöld — og sér þá það eitt til úrræða að hrekjast út í eyðisker og lifa á ránum og þjófnaði. Hér verður greinileg brotalöm í persónusköpun. Örlagadraumar, sem benda ýmist til gæfuleysis eða hamingju, eru ekki ýkjamargir í safni mínu. Vel er gerður draumur Glúms um konuna miklu, sem hann sá koma, gekk til móts við og bauð velkomna í hérað sitt. Glúmur túlkar þetta draumfyrirbæri sem hamingju sína, enda er það sprottið af geiglausri skapgerð hans sjálfs. Vábodadraumar Langtíðastir í heimildum mínum eru draumar, sem virðast sprottnir af leyndum ugg við nálægan háska, váboðadraumar eins og ég kýs að nefna þá. Af þeim 274 draumum sem ég hefi safnað eru váboðadraumar tíðastir, 108 alls. Þeir greinast fremur auðveldlega frá öðrum tegundum drauma. Auð- kenni þeirra er að dreymandinn þykist sjá bráðan háska ógna sér eða þeim sem honum eru nákomnir. Þess finnast líka dæmi, að hópgeigur vekur samkynja draum hjá ótilteknum fjölda einstaklinga, þegar vopnuð átök flokkadráttarmanna eru í aðsigi eða múgsefjun myndast af öðrum ástæðum. Váboðadraumar eru oftast auðraktir til þess geðræna ástands, sem þeir spretta af. En þótt ég komist þannig að orði, er mér vel ljóst að geðfar dreymandans og hann sjálfur er í flestum tilvikum sköpunarverk sagnritar- ans. Eflaust hefir menn dreymt á söguöld eins og nú, en fráleitt er að draumarnir hafi geymzt óraskaðir í hinni upprunalegu draumsögn. I því ljósi ber að skoða eftirfarandi dæmi. Eftir Njálsbrennu voru brennumenn mjög uggandi vegna yfirvofandi hefnda. Þótti því ráðlegast að þeir héldu hópinn og fylgdu Flosa austur. Sjálfur horfir Flosi með áhyggju til eftirmálanna. Eina nótt bar svo til að Svínafelli, að Flosi lét illa í svefni. „Mig dreymdi það,“ segir Flosi „að ég þóttist vera að Lómagnúpi og ganga 472
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.