Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 75
Draumar í Islendingasögum
út og sjá upp til gnúpsins, og opnaðist hann og gekk maður út úr
Gnúpnum og var í geithéðni og hafði járnstaf í hendi. Hann fór
kallandi og kallaði á menn mína, suma fyrr, en suma síðar, og nefndi
þá á nafn.“
Draumsögnin er lengri. Upp eru taldir þeir menn úr liði Flosa, sem féllu á
næsta Alþingi, síðan þeir sem féllu fyrir þeim Kára og Þorgeiri og að lokum
þeir sem Kári felldi einn. Draumsögnin ber þess merki, að höfundur Njálu
hefir samið hana með blóðhefndarferilinn í huga.
I Bjarnar sögu Hítdælakappa segir frá bitrum og langvarandi fjandskap
milli þeirra Þórðar og lágu til ærnar ástæður. Eitt sinn dreymir Björn sama
drauminn þrjár nætur í röð. Efni draumsins — geymt í vísu — er á þessa leið:
Enn ætlar Oðinn mér að lenda í bardaga. Báðar hendur mínar voru roðnar í
blóði, einnig sverð mitt. Brustu sverð.
Þegar Sturlungar og Gissur stefndu með miklu liði til Örlygsstaða síð-
sumars 1238 dreymdi Sturlu Þórðarson draum:
„Mig dreymdi það,“ sagði Sturla, „að eg var í Hvammi á föðurleifð
minni og vorum vér allir fyrir handan ána upp frá Akri. Kross stóð hjá
oss í holtsmúlanum, hár og mikill. Þá þótti mér hlaupa skriða úr
fjallinu og var í smágrjót — allt nema einn steinn. Hann var svo mikill
sem hamar hlypi að oss, og þótti mér undir verða margt vorra manna
og margt komast undan. En Vigfús Ivarsson varð undir, svo að eg
kenndi, en þá vaknaði eg.“
Báðir lýsa draumarnir þeim ugg, sem þeir eru sprottnir af. Björn má búast
við aðför eða fyrirsát af hendi Þórðar, hvenær sem honum gefst færi, en
undir yfirborði sjálfsöryggis dylst geigur, sem má aðeins birtast í draumi. —
Sams konar geigur er sýnilegur í draumi Sturlu. Hann er kominn í her nafna
síns Sighvatssonar, víðs fjarri heimahéraði sínu og hefir beyg af ráðsnilld
Gissurar — steinsins mikla í draumsýninni — eins og brátt ásannaðist.
Váboða ber í drauma miklu fleiri mönnum en þeim, sem taka beinan þátt í
bardögum. Flokkadrættir og liðssöfnun höfðingja snertir á einn veg eða
annan alla alþýðu manna. Eiginmenn, synir og bræður voru kvaddir burt frá
ástvinum sínum, heil héruð voru mergsogin sem væru þau setin af óvinaher.
Fólk mátti kvíða ránum og hvers kyns niðurlægingu. Af þeim kvíða spruttu
skelfingu þrungnir draumar. Fyrir Örlygsstaðabardaga dreymdi fjölda
manns váboðadrauma, sprottna af þessu geðfari. Draumsagnirnar, oft
studdar vísum, eru eitthvað á þessa leið:
Mann í Borgarfirði dreymdi „að maður kom að honum, mikill og illi-
473