Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 75
Draumar í Islendingasögum út og sjá upp til gnúpsins, og opnaðist hann og gekk maður út úr Gnúpnum og var í geithéðni og hafði járnstaf í hendi. Hann fór kallandi og kallaði á menn mína, suma fyrr, en suma síðar, og nefndi þá á nafn.“ Draumsögnin er lengri. Upp eru taldir þeir menn úr liði Flosa, sem féllu á næsta Alþingi, síðan þeir sem féllu fyrir þeim Kára og Þorgeiri og að lokum þeir sem Kári felldi einn. Draumsögnin ber þess merki, að höfundur Njálu hefir samið hana með blóðhefndarferilinn í huga. I Bjarnar sögu Hítdælakappa segir frá bitrum og langvarandi fjandskap milli þeirra Þórðar og lágu til ærnar ástæður. Eitt sinn dreymir Björn sama drauminn þrjár nætur í röð. Efni draumsins — geymt í vísu — er á þessa leið: Enn ætlar Oðinn mér að lenda í bardaga. Báðar hendur mínar voru roðnar í blóði, einnig sverð mitt. Brustu sverð. Þegar Sturlungar og Gissur stefndu með miklu liði til Örlygsstaða síð- sumars 1238 dreymdi Sturlu Þórðarson draum: „Mig dreymdi það,“ sagði Sturla, „að eg var í Hvammi á föðurleifð minni og vorum vér allir fyrir handan ána upp frá Akri. Kross stóð hjá oss í holtsmúlanum, hár og mikill. Þá þótti mér hlaupa skriða úr fjallinu og var í smágrjót — allt nema einn steinn. Hann var svo mikill sem hamar hlypi að oss, og þótti mér undir verða margt vorra manna og margt komast undan. En Vigfús Ivarsson varð undir, svo að eg kenndi, en þá vaknaði eg.“ Báðir lýsa draumarnir þeim ugg, sem þeir eru sprottnir af. Björn má búast við aðför eða fyrirsát af hendi Þórðar, hvenær sem honum gefst færi, en undir yfirborði sjálfsöryggis dylst geigur, sem má aðeins birtast í draumi. — Sams konar geigur er sýnilegur í draumi Sturlu. Hann er kominn í her nafna síns Sighvatssonar, víðs fjarri heimahéraði sínu og hefir beyg af ráðsnilld Gissurar — steinsins mikla í draumsýninni — eins og brátt ásannaðist. Váboða ber í drauma miklu fleiri mönnum en þeim, sem taka beinan þátt í bardögum. Flokkadrættir og liðssöfnun höfðingja snertir á einn veg eða annan alla alþýðu manna. Eiginmenn, synir og bræður voru kvaddir burt frá ástvinum sínum, heil héruð voru mergsogin sem væru þau setin af óvinaher. Fólk mátti kvíða ránum og hvers kyns niðurlægingu. Af þeim kvíða spruttu skelfingu þrungnir draumar. Fyrir Örlygsstaðabardaga dreymdi fjölda manns váboðadrauma, sprottna af þessu geðfari. Draumsagnirnar, oft studdar vísum, eru eitthvað á þessa leið: Mann í Borgarfirði dreymdi „að maður kom að honum, mikill og illi- 473
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.