Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 76
Tímarit Máls og menningar
legur, og kvað þetta: „Sumar munat þetta — svarflaust vera, rýður ragna sjöt
— rauðu blóði. “
Halldóru Þórðardóttur í Fljótum dreymdi, að maður kæmi að henni og
kvæði þetta: „Rökkur af éli — rignir blóði, hrýtur harðsnúinn — hjálmstofn
af bol.“
Við heyrum í þessum hendingum bergmál af heimsslitageig Völuspár.
Sá duldi geigur, sem váboðadraumarnir afhjúpa, sprettur ekki aðeins af
mannlegum veikleika. Hann rekur ætt til guðanna sjálfra:
En það er upphaf þeirrar sögu, að Baldur hinn góða dreymdi stóra
drauma og hættlega um líf sitt.
Goðin gerðu ráðstafanir til að bægja háskanum frá, en váboði draumsins
varð þó að ásannast. Frásögn Snorra af þessum atburðum er eins og lesin út
úr draumum Islendingasagna. Garpinum kann að skiljast að draumur hans
boðar feigð, en ofdirfskumetnaður bannar honum að sneiða hjá hættu.
Fremur ber við að háskinn ögri honum og síðasta ferðin verður vanhugsuð
glæfraför, þótt „heldur hafi harkað um draumana" nóttina áður.
Höfundur Sturlungu er snillingur við að beita draumnum til að vekja
lesendum hugboð um ókomna atburðarás, eins og við sáum af draumsögn
hans um skriðuna og steininn mikla. Bræðrungur hans Sturla Sighvatsson er
dulari á draumvitranir sínar. Um hann segir:
Sturla vaknaði, þá er skammt var sól farin. Hann settist upp og var
sveittur um andlitið. Hann strauk fast hendinni um kinnina og mælti:
Ekki er mark að draumum.
Þannig gefur höfundur í skyn, að draumur Sturlu hafi fremur boðað vá en
sigur.
Hvatningardraumar
Höfuðsmann fjandmannahersins dreymdi einnig draum fyrir Örlygsstaða-
bardaga.
„Það dreymdi mig,“ sagði Gissur, „að mér þótti Magnús biskup,
föðurbróðir minn, koma að mér og mælti hann svo: Standið þér upp,
frændi,“ sagði hann, „eg skal fara með yður“.
„Þetta er vel dreymt," sagði Kolbeinn.
„Betra þykir mér dreymt en ódreymt,“ sagði Gissur.
474