Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 77
Draumar í Islendingasögum Með þessum draumi Gissurar komum við að hvatningardraumum. Þeir ná rétt tylftinni í safni mínu, sumir með trúarlegu ívafi eins og þessi draumur, en oftar ræður þó heiðinn og forneskjublandinn hefndarhugur. Skulu nú sýnd dæmi þess. Þórhallur er upphafsmaður að illmæli um Þorstein Síðu-Hallsson (eins og segir í sögu hins síðarnefnda). Hefndin hefir dregizt lengi þrátt fyrir nöpur eggjunarorð Kols, bróður Þorsteins. Nótt eina dreymdi Þorstein að Jó- reiður móðir hans (sem var dáin) kæmi að honum og spyrði: „Ætlar þú nú brátt til sættafundar við Þórhall?" Þorsteinn þykist neita því. „Vilt þú hefna þá?“ Hann þykist játa því. „Ekki þarftu þá lengur að fresta, því að ekki mun fyrr falla niður illmælið en hefndin fer fram“. Hún nefnir auk þess öxina (ættargrip), sem hann skuli hafa að vopni. I Þorsteins sögu Geirnefjufóstra dreymdi söguhetjuna „að maður kom að mér og laust mig högg mikið með hjalti vopns þess er hann hélt á, en það var krókaspjót allbiturlegt og blóðugt mjög, og þóttist eg þar kenna föður minn og svo vopn hans“. I þremur vísum segir draummaðurinn syni sínum, að hann hafi verið veginn, nefnir vegandann og eggjar ákaflega til hefnda, „ella níðingur nefndur vertu“. Þegar Þorsteinn vaknar, finnur hann blóðugt sverð föður síns undir stokki hvílunnar. Trúarlífsdraumar Slíkir draumar eru fjölmargir, en þeir skiptast ekki jafn auðveldlega í einn flokk og váboðadraumar. Nálægt 40 draumar falla þó ótvírætt undir þetta heiti, en auk þeirra er fjöldi vitrunar- og siðvendnidrauma, sem bera sterkan trúarblæ, þó að trúin sé þar ekki einráð. Einnig hafa margir undra- og kraftaverkadraumar greinilegt trúarívaf. Þó að nýr átrúnaður væri lögtekinn á Alþingi árið þúsund, gerðust trúskiftin sjálf raunar á mjög löngum tíma og ollu mörgum manni vafa og heilabrotum. Mönnum veittist örðugt að hverfa frá sjálfbirgings- og hnefaréttarhugsjónum heiðninnar til auðmýktar og kærleika, sem hinn nýi siður boðaði. Dæmi um trúarlífsdrauma: 475
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.