Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 84
Tímarit Máls og menningar hún vill ef henni líði þá betur. En peninga á ég ekki. Því miður. Ég segi henni að hún geti fengið bíldrusluna. En hún vill enga druslu. Hún segir mér að ég sé fáviti. Ég viðurkenni það með góðu. Samt er ég skjálfhent þegar ég legg frá mér símtólið. Ætti ég að taka símann úr sambandi? Of seint. Ein hringing enn. Þetta er Reykvíkingur á fylliríi. Hann er í illu skapi. Hann ætlar að kaupa húsið okkar svo hann geti haft þá ánægju að fleygja okkur út. Segir hann. Hann segist hafa alist þar upp í fornöld. Ég segist vel skilja hann. Það sé ekki von, að hann vilji vera í sambýli við okkur. Þá snýr hann við blaðinu. Hann vill kaupa mig líka. Hvað ætti að vera því til fyrirstöðu? Loks losna ég við hann. Tek símann úr sambandi. Stelpan liggur í sófanum og grenjar yfir að fá ekki nýja úlpu. Hún á úlpu og þarf ekki að láta svona. En af því ég á ekki til pening ganga kenjar krakkans inn í sálina eins og langar, beittar sveðjur. Ég reyni að tala við hana af skynsemi og alvöru, að því er mér finnst. En hún hleypur út og skellir á eftir sér. Trjágöngin ... nýfallinn snjórinn ... hvítur ... endalaus ... Nei! Ekki trjágöngin — heldur mæting hjá skólasálfræðingnum. Þess vegna er ég hér en ekki í vinnunni að hlusta á félagana tala um peninga og leti og bölvuð verkföllin. Margar þeirra eru giftar hátekju- mönnum. Þær eru viljugar að ráðleggja okkur hinum. Ulpuklædd arka ég upp í skóla. Lestrarkennari yngsta stráksins tekur á móti mér. Hún er ljúf og góð eins og alltaf. En sálfræðingurinn lætur okkur bíða. Þó veit ég að enginn er inni hjá honum. Loks hefur hann tekið sig saman í höfðinu. Hann lætur okkur vita að hann sé laus við karlrembu. Það sé alls ekki þess vegna sem hann lætur okkur bíða og sest síðan við borðs- endann. Þetta er semsagt kurteis ungur maður. Ég kemst í illt skap. Svara honum stutt. Segi að ég vilji ekki pína strákinn. Hann verði að fermast upp á Faðir vor úr því hann falli ekki inn í kerfið. Segi ekkert frá að í okkar fjölskyldu eru börnin ekki fermd. 482
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.