Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 92
Tímarit Máls og menningar Nú þykir mér Dire Straits betri en bæði Wham og Duran Duran, en þeir eru samt líka ofsalega góðir oft. Ég er búinn að týna vasatölvunni minni og ég skil það bara ekki. Ég fór ekki með hana í skólann, alveg víst, en það gerir ekkert mikið til, svona tölva kostar ekki neitt mikið. Mér finnst það bara svo skrýtið af því að ég týni aldrei hlutum og ég man að ég var með hana í gær. Nína segist ekki hafa séð hana, og hún er hér aldrei inni. Mamma lét mig hafa fyrir nýrri tölvu og ég ætla að kaupa hana á morgun. Ég sá dáldið skrýtið í kvöld, ég sá að Oggi var búinn að skæla, ég er alveg viss. Þegar ég kom úr strætó þá var hann að fara upp í og við bara sögðum hæ, og þegar hann fór fram hjá þá sá ég að hann var allur svo rauður í framan og blautur um augun og nefið. Ég ætla að spyrja hann á morgun. Ég er að hugsa um að spyrja hann samt ekki vegna þess að hann mundi aldrei segja það. Ég hef ekki skælt síðan ég datt á hjólinu, og þá skældi ég bara lítið þó mér svimaði alveg voðamikið fyrst og kenndi til í hnénu og handleggnum. Ég veit núna að það var alveg mér að kenna því ég átti ekkert að vera að hjóla í svona mikilli hálku eins og aumingi. Ég man alveg af hverju ég skældi næst þaráður, það var í fyrra þegar hann Stjáni og þeir sögðu að ég hefði verið með í að stela dúfunum eða látið þær sleppa. Þeir voru líka tveir saman og miklu stærri en ég. Ég mundi als ekki hafa skælt ef þeir hefðu ekki pínt mig. Þeir voru ræflar, og ég er feginn að þessi Stjáni flutti burt strags á eftir. Höddi er ókei, og við vorum vinir þegar Stjáni var farinn. Það eru bara ræflar sem pína aðra stráka margir í einu. Það er líka stránklega bannað að hafa dúfur í kjallaranum. Ég skrifa altaf lítið í einu í þessa bók LEYNIBÓKINA MÍNA og bara þegar mér langar til áður en ég fer að hátta því þetta er ekki dagbók eða svoleiðis Ég á eftir að skrifa alveg geysi margt í bókina það er ég alveg viss um en ég er bara svo fljótur að verða þreyttur á að skrifa og verð oft syfjaður fljótt á eftir þegar ég er bara að birja. 490
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.