Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 93
Leynibókin
Eg er ALVEG hættur að sniffa núna, en ég hef ekkert skrifað neitt
hér um það þegar ég hef gert það síðan ég skrifaði fyrst í bókina. Það
sniffar enginn strákur núna sem ég veit um, ég er næstum því viss.
Það er vitlaust, því maður getur líka orðið blindur.
Ég spurði Jóngest í kvöld afhverju það eru kaliaðar bláar myndir.
Hann bara vildi ekki segja neitt og sagði að ég sé of ungur til að sjá
svoleiðis myndir og að ég ætti að lesa skólabækurnar. Svo vildi hann
vita hvenær ég sá myndina og ég sagði honum að það var þegar ég sá
þessa mynd sem slökt var á í vetur og hún var alveg ný birjuð, þau
voru ekki heima hann og Mamma og daginn eftir var talað svo mikið
um það í blokkini að als ekki ætti að sýna bláar myndir í kerfinu.
Nína var sofnuð fyrir löngu og svo var bara engar fleiri myndir og ég
fór að sofa. Það er alveg bannað ennþá að horfa á svoleiðis í þessari
blokk. Jón Gestur og mamma vilja ekki tala um það meira.
Það eru oft svaka ofsalega góðar horrormyndir seint á kvöldin, ég
veit það alveg, en ég má helst ekki sjá þær. Um daginn var ég lengi við
hurðina og sá langa mynd með David Bowie þar sem hann varð að
gömlum kalli af því að stelpa beit hann til blóðs. Það voru gestir og
mamma og jón gestur voru að drekka líka og sáu mig aldrei, en ég var
orðinn svo syfjaður að ég sá ekki hvernig hún endaði og svo var mér
líka orðið kalt. Sú mynd var alveg æði og ég vil hafa svoleiðis mynd á
hverju kvöldi og músíkmyndir eða bara miklu oftar.
Sjónvarpið er stundum ókei, mest gaman að Búrabyggðinni núna og
svo þegar koma myndir þar sem sést úr flugvél yfir landinu, það
þykir mér flottustu myndirnar í sjónvarpinu og sumar teiknimyndir
sem eru ekki bara fyrir smábörn. Mér finnst núna að Tommi og Jenni
megi hætta og fá aftur Prúðuleikarana.
Ég hlusta aldrei á útvarpið nema Rásina stundum. Hún er best
Vinsældalistinn og listapopp, og stundum morgunþátturinn. Þetta
ætlaði ég að skrifa í gær, og ég nenni ekki að skrifa meira núna.
Oggi er oft að tala um stelpur og er svo duló og montinn og þykist
vera einhvað. Ég er alveg viss um að það er als ekki alt satt sem hann
segir og Nonni, því þeir segjast altaf vera svo mikið. En strákur sem
491