Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 100
Tímarit Máls og menningar
járnborð undir röndóttum sóltjöldum. Loks var orðið svo heitt að
við fórum einungis út á morgnana og á kvöldin, aðra hluta dagsins
héldum við kyrru fyrir á hótelinu þar sem við bjuggum, í hliðargötu
við Boulevard St. Germain. Herbergið okkar var í engu frábrugðið
öðrum ódýrum hótelherbergjum í borginni, með stórrósóttu gólf-
teppi og rauðum plusshúsgögnum. Þegar við komum heim í herberg-
ið fækkuðum við fötum og tókum okkur ískalt fótabað, áður en við
lögðumst ofan á rúmið sem fyllti út í hálft herbergið. I fyrstu lásum
við í bókunum sem við höfðum meðferðis að heiman, en svo hættum
við því líka. Við lágum bara sitt hvoru megin í rúminu og létum
tímann streyma hjá. Tímann og öll hljóðin neðan af götunni og
ærandi skarkalann ofan af breiðgötunni.
Samræður okkar urðu hvorki langar né ákafar, eins og við höfðum
kannski ímyndað okkur, en annað kastið stríddum við hvort öðru
dálítið. Ég sagði við Winní:
„A morgun förum við aftur í Louvre. Þú átt að skoða alla salina
með gömlu listaverkunum, sem þú lærðir um í skólanum. Hugsaðu
þér stóru orustumálverkin eftir David og krýningu Napóleons úr
mannkynssögunni. Þú verður neydd til að segja álit þitt á hverri
einustu mynd. Þú átt að hlusta á sjálfa þig segja, að ekkert sem þú
hafir nokkru sinni séð jafnist á við Rembrandt.“
„Og hinn daginn förum við á flóamarkaðinn," sagði Winní. Við
förum þangað um hádegisbilið þegar við erum orðin sljó í höfðinu og
liggur við að kasta upp af hráolíulyktinni. Þá átt þú að skoða götur
fullar af húsgögnum og allskonar glingri og hégóma frá öldinni sem
leið. Hugsaðu þér glerstyttur, hugsaðu þér heila götu fulla af ljós-
bleikum glerstyttum. . .“
„Og þar næsta dag förum við og skoðum gröf Napóleons," sagði
ég mynduglega.
Winní sveiflaði fætinum út yfir rúmbríkina, hún sneri honum á alla
vegu og virti hann fyrir sér. „Um kvöldið förum við svo upp á
Montmartre," sagði hún. „Þú átt að fara inn á einn þessara siðspilltu
staða sem túristarnir sækja. Hugsaðu þér nakinn mann og nakta
konu sem búið er að maka silfuráburði frá hvirfli til ilja. Þau koma
hægt og hægt upp í gegnum gólfið í stellingum sem eiga að tákna
ýmsar höggmyndir. Það sést hvernig húðin hrukkast undir silfr-
inu. . .“
498