Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 108
Tímarit Máls og menningar
vélrænum hreyfingum, en augu afgreiðslumannanna voru hætt að sjá
okkur. Fjölskyldan handan götunnar mataðist við opinn gluggann,
en nú litu þau aldrei í áttina til okkar. Holduga stúlkan var að bíða
eftir elskhuga sínum — hann kom einn daginn í hermannabúningi.
Hann'var gjörbreyttur með stuttklippt hárið og kraginn á búningn-
um huldi sólbrúnan hálsinn. Við sáum þau standa stundarkorn
saman úti við gluggann, en þau virtust ekki hafa margt að segja hvort
öðru. Svo kom hann ekki oftar.
Smám saman hættum við að vera við gluggann, okkur fannst að við
ættum ekki að sitja þar. Heimur okkar þrengdist og náði ekki út fyrir
þann hluta herbergisins, sem rúmið var í. Þar lágum við þessar dimmu
ágústnætur og heyrðum öll hljóðin sem bárust að utan. Við bæði
heyrðum og skynjuðum í taugunum hvernig þau breyttust frá einni
stund til annarrar. Eina nóttina gerði lögreglan skyndileit í hverfinu:
við heyrðum köll og fótatak hlaupandi manna niðri á götunni. Svo
var hleypt af tveim skotum. Við urðum ekki hrædd, en okkur varð
hverft við — við færðum okkur nær hvort öðru, vöfðum okkur þétt
hvort um annað. Undarleg orð voru hvísluð í myrkrinu. Þannig
höfðum við ekki verið hvort við annað í mörg ár.
Svo var það einn daginn að hóteleigandinn stöðvaði mig á leið
niður stigann. Hann vildi vita hvenær við færum. Hann útskýrði á
sinni óburðugu þýsku að nú mættu útlendingar ekki lengur búa á
hótelunum. Að vísu væri hótelið hans lítið og því vissi hann ekki
hvenær komið yrði til hans. En við værum einu útlendingarnir sem
byggjum hjá honum. Svo til að eiga ekkert á hættu . . .
Eg fór aftur upp stigann. „Nú megum við ekki vera hér lengur,"
sagði ég við Winní. „París vill ekki sjá okkur.“
„Þá förum við suðureftir," sagði Winní. „Við ætlum ekki að fara
heim. Við förum upp í Pýreneafjöll eins og við ákváðum. Þeir geta þó
ekki bannað okkur það?“
„Já,“ sagði ég, „það skulum við gera. Við skulum fara strax yfir á
hinn bakkann og panta farmiða.“
Við drifum okkur af stað. Við héldum áfram að tala um þetta og
töluðum bæði hratt og ákaft. Við töluðum líka um það niðri á
götunni og bæði í neðanjarðarlestinni og uppi á torginu við óperuna.
En við fundum að nú hafði þögnin líka breiðst yfir á hægri fljóts-
506