Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 115
Haukur, Vésteinn Lúðvíksson, Böðvar
Guðmundsson og Pétur Gunnarsson,
svo að nokkrir séu nefndir, skrifuðu á
víxl smásögur og skáldsögur, leikrit,
söngva og ljóð. Rithöfundar unnu með
leikhússfólki, tónlistarmönnum, börn-
um (og gamalmennum) og notuðu form
allra þeirra fjölmiðla sem ekki var lokað
fyrir þeim í ofboði svo að samfélagið
gæti verið í friði fyrir hugmyndum nú-
tímans.
Eg var uppi á „nýraunsæistímabilinu"
og mér fannst alltaf að áttundi áratugur-
inn væri bókmenntalega tætingslegur;
stundum kúgandi, stundum frelsandi,
oftast eitthvað allt annað en heildstæður.
Eg veit vel að það er nauðsynlegt að
einfalda þegar maður er að reyna að gera
sér grein fyrir straumum og stefnum í
bókmenntasögunni. En á einhverju
verða menn að byggja einfaldanirnar!
Þrír „nýraunsæishöfundar" áttu þær
bækur sem að mínu mati ristu dýpst í
jólabókaflóðinu í fyrra. Það voru Guð-
laugur Arason með hina póstmódern-
ísku Sólu, Sólu sína, Vésteinn Lúðvíks-
son með zen-búddistann Oktavíu, sem
gerir samborgara sína svo ráðvillta — og
svo Pétur Gunnarsson með bókina sem
hér verður talað um, Söguna alla
(Punktar, 1985).
Litla sagan og stóra Sagan
Fyrsta bók Péturs Gunnarssonar um
Andra Haraldsson: Punktur, punktur,
komma, strik (1976) var tilraun til að
lýsa sambúð Andra litla og heimsins,
litlu persónusögunni í stóru mannkyns-
sögunni, míkrokosmos í makrokosmos.
I annarri bókinni um unglinginn
Andra er stóra sagan horfin, Andri er
svo upptekinn af sjálfum sér (eins og
allir unglingar) að einkaheimur hans er
heimurinn allur, allt sem hefur einhverja
Umsagnir um btekur
merkingu rúmast í fjórum föllum eins
einasta orðs: Eg um mig frá mér til mín
(1978).
I þriðju bókinni er Andri kominn í
menntaskóla og umheimurinn verður
aftur til fyrir honum en ekki sem sam-
tímasaga, pólitík eða efnahagsmál — sá
heimur sem lýkst upp fyrir Andra er
bókmenntaheimur, liðnir tímar í túlkun
og tilbúningi ýmissa höfunda, oftast
Hemingway og Halldórs Laxness. Þessi
bókmenntaheimur er aðgengilegri fyrir
Andra en sá sem hann býr í. Hann vill
gera þennan heim að sínum, hann veit
bara ekki alltaf hvaða persóna hann á að
vera, hlutverkaskráin er opin eins og
segir í titli bókarinnar: Persónur og
leikendur (1982)
Oftast velur Andri hlutverk Halldórs
Laxness, ekkert jafnast á við Halldór.
Eftir að Andri er búinn með stúdents-
próf ætlar hann til Parísar til að verða
rithöfundur eins og Halldór og Heming-
way. Hann segir Bylgju, ástinni sinni,
frá fyrirætlunum sínum og flytur henni
bókmenntastefnuskrá sína á Þing-
völlum. Hún dregur eftirfarandi álykt-
un: „Þú ætlar sumsé að smíða veröld
sem virkar, innan í veröld sem virkar
ekki ...“(Persónur og leikendur, s.103).
Bókinni lýkur á því að Andri er kom-
inn til Parísar; það er maí 68, hann er
staddur í „vitlausri atburðarás“, fólk
hleypur eftir götunum, leðurklæddir
menn reka flóttann. Andri fær stóru
Söguna í hausinn, í orðsins fyllstu merk-
ingu, kylfa er reidd til höggs og svo
verður allt svart. I bráð og lengd — eins
og við sjáum seinna.
Fjórða bókin Sagan öll lýkur sögu
Andra og hefur sögu Guðmundar
Andra. Bókina má lesa sem framhald á
hinum þremur eða sem sjálfstæða skáld-
sögu, sambandið á milli hennar og fyrri
TMM VIII
513