Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 4
Ádrepur
Soffía Aubur Birgisdóttir
s
Ur hænuhaus gagnrýnanda
Hugleiðingar um Tossabandalag, Pissfélag, fraðikenningaást,
Cand. mag.-stíl, lognmollu og fleira Ijótt
Raunir gagnrýnandans unga. Eða formáli
Fátt þykir ungum reynslulitlum bókmenntafræðingi, sem er um það bil að
skríða úr skóla, áhugaverðara umhugsunarefni en hver hafi í raun verið til-
gangurinn með margra ára setu hans yfir misjafnlega skemmtilegum skáldskap
og misjafnlega gáfulegum fræðiritum, hjá misjafnlega góðum kennurum.
Spurningin um hvað hann eigi nú að taka sér fyrir hendur, hvernig hann geti
nýtt sér þann fróðleik sem vonandi situr að einhverju leyti eftir í hænuhaus
hans, hlýtur að vera áleitin og jafnvel ógnvænleg að einhverju leyti.
Eg veit að lesendur geta gert sér í hugarlund örvæntinguna sem altekur
aumingja nýbakaða bókmenntafræðinginn þegar hann fer að hugleiða mögu-
leika sína á atvinnumarkaðnum, svo ekki sé talað um launakjörin sem boðleg
þykja fyrir slíka og þvílíka menntun. En við skulum þó gera ráð fyrir að í
flestum tilfellum bíti bókmenntafræðingurinn á jaxlinn (hinir fara að vinna á
auglýsingastofu). Ef hann er heppinn getur hann fengið að stunda „lausa-
mennsku“-skrif fyrir hina aðskiljanlegustu fjölmiðla; skotið nokkrum gáfuleg-
um orðum uni „bókmenntir á líðandi stundu" inn á milii hjá plötusnúðunum.
Flutt merk erindi um „bókmenntir fyrri tíma“ á Kvöldvöku útvarps í samfélagi
við minningar síra Jóns Jónssonar frá Fnjóskastöðum í Staðardal, rímnasöng og
fleiri athyglisverð atriði. Flutt vekjandi fyrirlestra á hinum ýmsu menningar-
samkundum bæjarlífsins, svo sem kvenfélögum, rótarí- og læjonsklúbbum,
áhugamannafélögum, leshringjum og þannig mætti lengi telja. Svo er alltaf
möguleiki á að hann verði svo ljónheppinn að komast á mála hjá dagblaði eða
tímariti og fái að skrifa gagnrýni um nýútkomnar bækur. Og þiggi meira að
segja viðkomandi bók í launauppbót.
Eins og lesendur sjá eru möguleikarnir óþrjótandi fyrir bókmenntafræðing-
inn unga; bara ef hann hefur augun opin.
138