Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 5
Úr hœnubaus gagnrýnanda En valt er veraldargengið og kalt er á Fróni. Aumingja bókmenntafræðingurinn, sem að öllum líkindum byrjaði í fræð- unum af einskærri ást á bókmenntum, fær lítið annað en skít og skömm í hattinn fyrir vanmáttugar tilraunir til að segja meiningu sína. Hann er sakaður um aðild að ýmsum saknæmum félagskap, um að rýna aldrei af gagni í nokk- urn skapaðan hlut og verstir eru þeir sem mesta hafa menntunina; ef bók- menntafræðingurinn hefur þraukað í Háskólanum til Cand. mag. prófs er það ótvírætt sönnunargagn óheilinda hans og montrassaháttar. Er nema von að greyið verði ráðvillt og hugleiði í alvöru að byrja upp á nýtt, og reyna nú við viðskiptafræðina eins og pabbi vildi? Slíkum hugleiðingum er þó yfirleitt vísað á bug og ástæðan er einföld: Þrátt fyrir margvíslegt mótlæti er hann enn ástfanginn af skáldskapnum, hrifnæmið enn til staðar og löngunin til að taka þátt í „samræðum" þeim sem bókmennt- irnar óneitanlega bjóða upp á enn fyrir hendi. (Kannski skýringin sé hversu stutt hann er kominn á þroskabraut gagnrýnandans; hann hefur ekki farið í (bókmenntalega) afvötnun ennþá). Þess vegna fagnar bókmenntafræðingurinn ungi allri umræðu um eðli og gildi starfs síns og vill jafnvel fá að leggja orð í belg, og þá ekki síst vegna þess að upp á síðkastið hefur málflutningurinn verið heldur einhliða; einræðuform- ið frekar ríkt en samræðan. Samsæri gegn snillingunum „Tossabandalagið" er nafn sem Einar Már Guðmundsson rithöfundur gefur stétt íslenskra bókmenntagagnrýnenda. Einar Már flutti þessa ádrepu upphaf- lega á Bókaþingi á Hótel Sögu síðastliðið haust. A því þingi tóku ýmsir fleiri til máls í því skyni að deila á gagnrýnendur. Sigrún Davíðsdóttir íslenskufræðing- ur gaf þeim nafnið „Pissfélag" sem mun vera vísun í þann sið „málsmetandi" manna að ganga saman undir vegg, pissa og „ræða málin“. Árni Bergmann ritstjóri og gagnrýnandi sakaði unga gagnrýnendur um að trúa á fræðikenning- ar og sjá allar bókmenntir í ljósi þeirra, en gamalreynda gagnrýnendur sakaði hann um að trúa ekki á nokkurn skapaðan hlut; að skrif þeirra einkenndust af lognmollu. I nýútkomnu tímariti, Heimsmynd, segir Svava Jakobsdóttir „gagnrýnendum og bókmenntafræðingum umbúðalaust til syndanna" (eða svo er sagt í fyrirsögn). Á slíkum nótum hefur umræðan verið undanfarið en fáir eða engir hafa orðið til að taka máli gagnrýnenda. Sameiginleg einkenni á nær allri þessari umræðu er skortur á röksemda- færslu. Smellnum fullyrðingum er kastað fram um stétt gagnrýnenda sem heild án þess að bent sé á dæmi til sönnunar, hvað þá á leiðir til úrbóta. Hér er viðtalið við Svövu Jakobsdóttur reyndar undantekning, hún talar ekki undir rós um „suma“ og „ýmsa“, heldur nefnir hún nöfn og er reyndar aðallega að fetta fingur út í það sem hún telur vera ákveðinn, afmarkaðan skilning á bók- menntum. Sjaldgæft er að tiltekin séu dæmi um þau lágkúrulegu skrif sem 139
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.