Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 6
Tímarit Máls og menningar
ráðist er gegn og kannski er að einhverju leyti hægt að útskýra það með smæð
íslensks samfélags; hér þekkja allir alla og enginn þorir að nefna nöfn einstakra
sökudólga. Mun einfaldara er að halda sig við dylgjustílinn; rífast og skammast
út í „suma“ og „ýmsa“, eins og áður er sagt. Eða, það sem auðveldast er, að
tala um stéttina sem einn mann. A meðan (and)gagnrýnin er á þeim nótunum
verða gagnrýnendur sem heild að taka á sig skammirnar, og bregðast við ef þeir
nenna.
Einar Már reynir að verja skort sinn á röksemdum í lokaorðum ádrepu
sinnar, með þeirri undarlegu fullyrðingu að „Það [sé] hins vegar eðli kenninga
sem fram eru settar að gögn [séu] aldrei lögð á borðið fyrr en einhver rís upp
og mótmælir þannig að mark sé á takandi . . (7). Þessi orð Einars Más má
líka skilja sem ögrun eða ósk um andsvar.
Ef við lítum aðeins á málflutning Einars Más, byrjar ádrepa hans sem bein-
skeytt ádeila á menningarástandið á Islandi almennt, en færist síðan út í (miður
beinskeytta) ádeilu á bókmenntagagnrýnendur sem stétt.
Gagnrýni á gagnrýnendur er af hinu góða, eins og gagnrýni á listina. Eins og
listamenn gera þá kröfu á hendur gagnrýnendum sínum að þeir vinni af heild-
indum, „opni bækur með opnum huga“ og rökstyðji gagnrýni sína, hljóta
gagnrýnendur að krefjast þess sama af listamönnunum, að þeir rökstyðji sinn
málflutning, sína gagnrýni. Og þar er pottur brotinn í ádrepu Einars Más. A
honum má skilja að Gagnrýnendur (með stórum staf) séu allir sem einn maður
í bandalagi illsku og mannvonsku á móti rithöfundum, eða nánar tiltekið:
Sérstaklega á móti þeim rithöfundum sem hafa nýjungar fram að færa á sviði
bókmennta.
Eins og Einar Már getur um fær hann hugtakið „Tossabandalag" að láni hjá
Jonathan Swift, en reyndar fer hann ekki alveg rétt með, því orðrétt sagði Swift
(í lauslegri þýðingu):
„Þegar sannur snillingur kemur fram á sjónarsviðið, má þekkja hann af því,
að tossarnir eru allir í bandalagi á móti honum“ (undirstrikun mín).
(When a true genius appears in the world, you may know him by this sign,
that the dunces are all in confederacy against him.)
Og fara þá línur að skýrast: Tossarnir (illgjarnir gagnrýnendur) eru í bandalagi
á móti hinu sönnu snillingum (Einari Má og kollegum hans?). Mikil er illska
gagnrýnenda og mikið er píslarvætti íslenskra rithöfunda.
Nú er þetta sjónarmið í sjálfu sér og kannski grundvallað á þeirri alþekktu
goðsögn að bókmenntagagnrýnendur séu í raun og veru upp til hópa mis-
heppnuð skáld, sem séu að hefna eigin ófara á sviði listarinnar með því að gera
lítið úr snillingunum.
En hvernig starfar þetta bandalag?
Eg gef lítið fyrir hnyttnar fullyrðingar eins og „Þeir skoða bílinn að utan en
140