Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 8
Tímarit Máls og menningar Einars Más. Það sem maður rekur strax augun í er að Guðbergur beinir gagn- rýni sinni jafnt á báðar hendur; til gagnrýnandans og til rithöfundarins. Hann sakar báða aðila um metnaðarleysi, lélega rithöfunda um að vera „á stöðugum hlaupum með kveinstafi á vör í von um að fá viðurkenningu álíka lélegra gagnrýnenda . . .“ (558). I grein Guðbergs örlar hvergi á því píslarvætti sem auðvelt er að lesa út úr grein Einars Más, og gerir það gæfumuninn. íslensk gagnrýni Það er víst kominn tími til að viðurkenna að þrátt fyrir allt er ég í grundvallar- atriðum sammála Einari Má og raunar ýmsu hjá Svövu og Arna Bergmann. Bókmenntagagnrýnin á Islandi er langt frá því að vera gagnrýnendum sæm- andi. Lágkúra og lognmolla er vissulega ríkjandi í stórum hluta þeirra bók- menntaskrifa sem sjá má á síðum dagblaða og tímarita. En einnig má sjá stór- góðar greinar um bókmenntir í tímaritum og jafnvel ágæta ritdóma inn á milli. Hvað er gott og hvað er vont í þessum efnum er kannski um of háð gildismati hvers lesanda til að hægt sé að vera með alhæfingar um slíkt. En ef við þorum aldrei að benda á áþreifanleg dæmi uppskerum við aldrei neinar úrbætur. Um- ræðan í dag er að mestu marklaus. Tilraunir einstaklinga til að varpa sprengjum inn í umræðuna hafa ekki meiri áhrif en máttleysislegar púðurkerlingar meðan tundrið er af svo skornum skammti. Dæmi um rökstudda gagnrýni væri t.d. að taka fyrir einstaka greinar eða ritdóma, benda á kost og löst. Slík iðja er sjaldséð en þó finnast um hana dæmi. Þessi aðferð er reyndar vandmeðfarin og þeir sem hana stunda hljóta litlar þakkir fyrir. Því veldur hið smáa samfélag okkar og hinn smái hugsunarháttur sem einkennir það. En láti menn sig einhverju varða afdrif listarinnar þá hljóta þeir að gefa skít í skítkastið og smásálarháttinn. Eg geri mér vel grein fyrir að ég hef verið stóryrt hér að framan og ætla ég því að kóróna skömmina með því að reyna að útskýra kost og löst á gagnrýni og ritdómum, jafnvel nefna nöfn, þótt ég viti að með því hætti ég á að á mig verði hvæst fyrir „klíkuskap", „fordóma“ eða eitthvað þaðan af verra. Það þarf varla að taka það fram að ég tala vitanlega bara út úr mínum eigin hænuhaus. I síðustu tveimur heftum af TMM má finna dæmi um tvær ólíkar leiðir að bókmenntaverkum sem eru, hvor á sinn hátt, það snjallar að ánægja er að lestrinum. Fyrst vil ég nefna ritdóm Astráðs Eysteinssonar um ljóðaúrval Sjóns (TMM 5/1987). Það sem best er við þann ritdóm er hvernig Astráði tekst að forðast allar klisjur í ljóðrýni sinni, auk þess sem hann brýst undan uppþorn- aðri fræðimennsku og leyfir hugarfluginu að njóta sín. Það er hlutur sem gagn- rýnendur ættu almennt að leyfa sér; að vera skapandi í skrifum sínum (ekki síður en rithöfundarnir). Þó ekki væri nema til að gera lesturinn bærilegan. Ég leyfi mér að vitna enn einu sinni í Guðberg þar sem hann segir: „Höfuðmáli skiptir að jafnt listin sem gagnrýnin sé sprottin úr skapandi huga.“ (556) 142
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.