Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 8
Tímarit Máls og menningar
Einars Más. Það sem maður rekur strax augun í er að Guðbergur beinir gagn-
rýni sinni jafnt á báðar hendur; til gagnrýnandans og til rithöfundarins. Hann
sakar báða aðila um metnaðarleysi, lélega rithöfunda um að vera „á stöðugum
hlaupum með kveinstafi á vör í von um að fá viðurkenningu álíka lélegra
gagnrýnenda . . .“ (558). I grein Guðbergs örlar hvergi á því píslarvætti sem
auðvelt er að lesa út úr grein Einars Más, og gerir það gæfumuninn.
íslensk gagnrýni
Það er víst kominn tími til að viðurkenna að þrátt fyrir allt er ég í grundvallar-
atriðum sammála Einari Má og raunar ýmsu hjá Svövu og Arna Bergmann.
Bókmenntagagnrýnin á Islandi er langt frá því að vera gagnrýnendum sæm-
andi. Lágkúra og lognmolla er vissulega ríkjandi í stórum hluta þeirra bók-
menntaskrifa sem sjá má á síðum dagblaða og tímarita. En einnig má sjá stór-
góðar greinar um bókmenntir í tímaritum og jafnvel ágæta ritdóma inn á milli.
Hvað er gott og hvað er vont í þessum efnum er kannski um of háð gildismati
hvers lesanda til að hægt sé að vera með alhæfingar um slíkt. En ef við þorum
aldrei að benda á áþreifanleg dæmi uppskerum við aldrei neinar úrbætur. Um-
ræðan í dag er að mestu marklaus. Tilraunir einstaklinga til að varpa sprengjum
inn í umræðuna hafa ekki meiri áhrif en máttleysislegar púðurkerlingar meðan
tundrið er af svo skornum skammti.
Dæmi um rökstudda gagnrýni væri t.d. að taka fyrir einstaka greinar eða
ritdóma, benda á kost og löst. Slík iðja er sjaldséð en þó finnast um hana dæmi.
Þessi aðferð er reyndar vandmeðfarin og þeir sem hana stunda hljóta litlar
þakkir fyrir. Því veldur hið smáa samfélag okkar og hinn smái hugsunarháttur
sem einkennir það. En láti menn sig einhverju varða afdrif listarinnar þá hljóta
þeir að gefa skít í skítkastið og smásálarháttinn.
Eg geri mér vel grein fyrir að ég hef verið stóryrt hér að framan og ætla ég
því að kóróna skömmina með því að reyna að útskýra kost og löst á gagnrýni
og ritdómum, jafnvel nefna nöfn, þótt ég viti að með því hætti ég á að á mig
verði hvæst fyrir „klíkuskap", „fordóma“ eða eitthvað þaðan af verra. Það þarf
varla að taka það fram að ég tala vitanlega bara út úr mínum eigin hænuhaus.
I síðustu tveimur heftum af TMM má finna dæmi um tvær ólíkar leiðir að
bókmenntaverkum sem eru, hvor á sinn hátt, það snjallar að ánægja er að
lestrinum. Fyrst vil ég nefna ritdóm Astráðs Eysteinssonar um ljóðaúrval Sjóns
(TMM 5/1987). Það sem best er við þann ritdóm er hvernig Astráði tekst að
forðast allar klisjur í ljóðrýni sinni, auk þess sem hann brýst undan uppþorn-
aðri fræðimennsku og leyfir hugarfluginu að njóta sín. Það er hlutur sem gagn-
rýnendur ættu almennt að leyfa sér; að vera skapandi í skrifum sínum (ekki
síður en rithöfundarnir). Þó ekki væri nema til að gera lesturinn bærilegan. Ég
leyfi mér að vitna enn einu sinni í Guðberg þar sem hann segir: „Höfuðmáli
skiptir að jafnt listin sem gagnrýnin sé sprottin úr skapandi huga.“ (556)
142