Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 9
Ur hanuhaus gagnrýnanda Ritdómur Astráðs hlýtur að verða öðrum gagnrýnendum hvatning um láta nú af gamla, gelda fræðistílnum sem skrifar sig nánast sjálfur, svo fastmótað er formið og klisjusafnið staðlað. Hitt dæmið sem ég ætla að nefna er greining og túlkun Helgu Kress á Tímaþjófnum eftir Steinunni Sigurðardóttur. Kostur greinar Helgu er fyrst og fremst hvernig hún kemur með nýja, óvænta sýn á bókina, sjónarhorn sem eykur skilning á sögunni; bætir við þann skilning sem fyrir var (og var kannski orðinn nokkuð einhlítur þó að um nýlegt skáldverk sé að ræða). Eg veit að túlkun Helgu hefur vakið mikil viðbrögð, bæði neikvæð og jákvæð, og það finnst mér ítreka gildi greinarinnar; hún hefur komið af stað umræðu. Hvað varðar hina hliðina á bókmenntaumræðunni, þá geldu og leiðinlegu, þá hygg ég að flestir geri sér grein fyrir í hverju hún felst. Eitt einkenni hennar er upphafið, hátíðlegt orðfæri sem er í engum tengslum við lifandi tungumál (almennt nefnt klisjur) samfara innantómum frösum á borð við „stíllinn er leikandi léttur", „höfundur er efnilegur og má vænta mikils af honum í fram- tíðinni“, „höfundur hefur þegar skipað sér á fremsta bekk sem afburða stílisti“ o.s.frv. Slíkir ritdómar eru gagnvart ritdómum á borð við þá sem minnst var á hér að ofan, sem kvæði ort undir fornum úreltum bragarhætti gagnvart frjálsu ljóðformi. Þeir nánast „yrkja“ sig sjálfir á svipaðan hátt og ferskeytlurnar um Omar Ragnarsson hárlausan á Frúnni í spurningakeppni sjónvarpsins. Kannski á Einar Már við eitthvað þessu líkt þegar hann talar um Cand. mag.-stíl rit- dómara (viðtal í Helgarpóstinum). Hann talar um að þann stíl iðki háskóla- menntaðir menn aldir upp í ákveðnum viðhorfum en skýrir annars ekki hug- takið. Sem betur fer eru fáir háskólamenn svo leiðitamir að hægt sé að „ala þá upp“ í úreltum viðhorfum, ég tel að algengara sé að nemendur deili á kennara sína fyrir íhaldssemi og viðnám gegn nýjungum í fræðunum. Eg hef hvorki vilja né löngun til að taka einstaka menn á beinið fyrir slæma ritdóma hér. Astæðan er einfaldlega sú að til þess þarf vandlegan rökstuðning sem á ekki heima í stuttri ádrepu. Enda hygg ég að þeir eigi auðvelt með að taka orð mín til sín sem eiga. Er mark á takandi? Eða lokaorð Umræðan um hlutverk og eðli gagnrýninnar hefur hvorki upphaf né endi. Hún hefur vafalaust farið fram frá því að sögur hófust og mun vonandi haldast til ragnaraka. Eg hefði getað tekið þann kostinn í þessum hugleiðingum að benda á og vitna í lærðar greinar merkra fræðimanna um efnið; af nógu er að taka. En ég hef kosið að hverfa úr hlutverki bókmenntafræðingsins, vísa ekki til neinna lærðra heimilda, skreyta ekki pistilinn með fjölda neðanmálsgreina eins og ætlast er til af fræðingunum. Um leið hætti ég á að „ekki þyki mark á orðum mínum takandi" því svo er ólíkt hlutskipti bókmenntafræðinganna annars veg- ar og rithöfundanna hins vegar. Sá síðarnefndi getur í krafti skáldaleyfis sagt 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.