Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 13
Hördur Bergmann
Eru framfarir háðar hagvexti?
Framlag til umrædu um nýjan framfaraskilning
(I vetur samdi ég erindaflokk fyrir útvarp og flutti hann á rás 1 í febrúar og
mars. Eg kallaði þetta erindaflokk um nýjan framfaraskilning. Þar var gagn-
rýnt hvernig ríkjandi framfaraskilningur tengist tæknidýrkun, hagvaxtar-
kapphlaupi, skóla-, sérfræðinga- og stofnanaveldi og bent á vænlegri viðmið-
un. Þessi grein ber sama heiti og eitt erindanna og geymir margt sem þar var
sagt. Hér er þó ýmsu bætt við til að gera upplýsingarnar fyllri og rök-
semdafærsluna ítarlegri.
Höf.)
Islensk þjóðmálaumræða einkennist af bjartsýnni óskhyggju og snýst eink-
um um lífskjör. Allir eiga að geta fengið meira af öllu sé réttri stefnu fylgt.
Rétt telst sú stefna sem tryggir hagvöxt. Þegar stjórnmálamenn og hagfræð-
ingar tjá sig um stöðu og þróun efnahagsmála, en um þau snýst alvörupóli-
tík eins og allir vita, þá skilst manni að til sé ágætis mælikvarði á það
hvernig horfir. Það er þessi hagvöxtur. Séu líkur á að hann aukist á þjóðin
von á góðu, mun fá meira milli handanna. Séu horfur á að hann verði lítill
eða enginn eru horfurnar hins vegar skuggalegar. Menn geta þá átt von á
því að hafa úr minna að spila.
Fólki er talin trú um að laun þess og fjárráð yfirleitt séu fyrst og fremst
háð hagvexti. Allir virðast tilbúnir til að lúta lögmálum hins máttuga hag-
vaxtar. Hann er viðurkennd viðmiðun þegar verið er að semja um kaup og
kjör. Við hann bindast tekjuvonir ríkissjóðs sem einstaklinga. Hagvöxtur
virðist eins konar kjarni málsins - sameiginlegt meginmarkmið þjóðarinn-
ar. Samt vita afar fáir nákvæmlega hvað við er átt með þessu hugtaki - eða
hugtakinu þjóðarframleiðsla sem hagvaxtarútreikningar byggjast á. Flestir
hafa aðeins óljóst hugboð um merkinguna, hugboð byggt á misskilningi
eins og ég ætla að sýna fram á í þessari grein.
Loftkennd þjóðarkaka
Hagfræðileg hugtök tengd markaði, peninga- og greiðslutilfærslum, hafa
ráðið hugsun okkar um hag og farsæld. Með því að nota einfaldar líkingar
til að skýra hugtökin, líkingar sem eru hlaðnar tilfinningalegri skírskotun,
147