Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 16
Tímarit Máls og menningar bent á þverstæðurnar í útreikningum og viðhorfum þjóðhagfræðinnar. Með því sem þar er kallað verðmætasköpun er í raun verið að breyta verðmætum hráefnum með framleiðslu í verðlausan úrgang. Hin raunveru- lega verðmætasköpun felist hins vegar í þeim lífsgæðum sem efnahagsstarf- semin veitir. Því verði að líta á ferlið bæði sem efnisstreymi sem glatar verðmæti og streymi sem er óefniskennt og vex að gildi. Um þessi viðhorf mætti skrifa langt mál en ég læt nægja að varpa þeim hér fram til skoðunar. I framhaldi af þessu langar mig hins vegar að tengja eitt megineinkenni atvinnu- og efnahagsþróunar í vestrænum iðnríkjum, og þar með hér á landi, spurningunni um verðmætasköpun eða kostnaðaraukningu. I þjóð- hagsreikningum er talað um svokallað þáttavirði þjóðarframleiðslu eða landsframleiðslu sem er svipað hugtak. Með því er átt við þátt einstakra atvinnugreina í „framleiðslunni". Sé litið á niðurstöður íslenskra þjóðhags- reikninga síðasta áratug kemur margt fróðlegt í ljós um það hve hæpið er að tala um verðmætasköpun í sömu andrá og þjóðarframleiðslu, landsfram- leiðslu eða þjóðartekjur. Hlutur landbúnaðar, fiskveiða og fiskvinnslu fer minnkandi og er nú orðinn u.þ.b. 20% af „þáttavirðinu". Aftur á móti vex sífellt hlutur þjónustu í víðtækri merkingu þess orðs. Það sem flokkað er sem verslun og veitinga- og hótelrekstur nálgast „verðmæti" þess sem áð- urnefndar greinar eru taldar skila sem heild. Sá þáttur ásamt því sem flokk- að er sem samgöngur - og því sem nefnt er opinber þjónusta og ýmis þjónustustarfsemi - nemur nú orðið hvorki meira né minna en um 60% af þáttavirði landsframleiðslunnar. I þessu sambandi er vert að hafa í huga að meira en helmingur þeirra sem eru að auka blessaða þjóðarframleiðsluna með því að vera úti á vinnumarkaðnum eru í opinberri þjónustu, banka- störfum, verslun og annarri þjónustu. Hvað segir þetta um cengsl almanna- hags og hagvaxtar? I stuttu máli það að betri hagur byggist ekki á hagvexti. Vöxtur, sem birtist í síaukinni þjónustu í víðtækri merkingu þess orðs, hækkar einfald- lega verð á þeirri vöru og þjónustu sem almenningur telur sig þurfa að kaupa. Þar með talið það sem fólk fær fyrir skattpening sinn: heilbrigðis- þjónustu, skólagöngu, löggæslu og ýmiss konar eftirlit með að allt fari skikkanlega fram í þjóðfélaginu. Þess vegna vex kaupmáttur ekki í hlutfalli við hagvöxt og vinnutími styttist ekki að neinu ráði þrátt fyrir allar tækni- framfarirnar og hagvöxtinn sem mælst hefur á framfaraskeiðinu sem alltaf er verið að tala um að staðið hafi síðan í stríðinu sem gerði okkur rík. Enda þótt þjóðarframleiðslan á mann hafi næstum þrefaldast síðan 1950 hefur það ekki skilað sér til almennings í lífsgæðum eins og meiri tíma til eigin nota. Enn fleiri eru nú bundnir jafnlengi á vinnumarkaðnum og var fyrir 30-40 árum. Þá þurfti einn og nú þarf tvo til að vinna fyrir fjölskyld- 150
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.