Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 18
Tímarit Máls og menningar I þessu sambandi er auðvitað rétt að hafa í huga aðrar staðreyndir sem skýra bæði hvers vegna við lifum ekki endilega betra lífi eftir því sem þjóðarframleiðslan vex - og það hve útgjöld til heilbrigðismála og annarrar opinberrar þjónustu vaxa. Ein skýringin er sú að ótal störf, sem áður voru unnin utan ramma hins formlega hagkerfis, hafa færst inn fyrir hann. Þar á meðal er umönnun sjúkra, aldraðra og fatlaðra. Aður fór hún fram í heima- húsum, nú á stofnunum. Áður utan vinnumarkaðarins, nú innan hans. Þannig hefur farið um mörg önnur störf, s.s. barnauppeldi, bakstur, meiri háttar matargerð, eggjaframleiðslu og skemmtanir. Barnagæslu kaupa margir af hinu opinbera eða einkaaðilum til þess að báðir foreldrarnir geti verið úti á vinnumarkaðnum að auka þjóðarframleiðslu og hagvöxt. Raun- ar er það svo að það sem kallast „aukin atvinnuþátttaka kvenna“ er að miklu leyti fólgið í því að konur vinna sömu störf í stofnun og þær unnu áður á heimili. Það eykur þjóðarframleiðsluna og hefur eitthvert gildi fyrir konur vegna tilbreytingar og samskiptamöguleika sem þetta skapar. I fram- tíðinni kann ávinningurinn hins vegar að verða talinn hæpinn vegna þess að þegar fólk fer almennt að sjá í gegnum þá blekkingu að betri lífskjör verði að sækja í hagvöxt, aukna framleiðni, meiri framleiðslu og þenslu á svo- kölluðum vinnumarkaði þá á áhuginn á því að vera þar vafalaust eftir að dofna. Umbúðaþjóðfélagið Hér hefur nú all-ítarlega verið gerð grein fyrir því hve hæpið er að taka mark á hinni margþvældu líkingu um þjóðarkökuna. Enda þótt við séum alltaf að fá stærri og stærri bita erum við ekki endilega betur sett vegna þess að við verðum að greiða sífellt hærri bökunarkostnað! En þótt líkingar geti átt þátt í að skapa misskilning þá er líka hægt að nota þær til að efla réttan skilning. Þess vegna langar mig að nota hér nýja líkingu til að skýra kjarna málsins. Það er líking við umbúðir. Kostnaðinum, sem aukning þjóðarframleiðslu hvílir á, má líkja við um- búðir. Það er einhvers konar umbúðakostnaður sem vex. Kostnaður, sem fylgir því að sífellt fleiri milliliðir, smeygja sér milli framleiðandans og neytandans. Allt, sem hann kaupir, er vafið í sífellt meiri og dýrari umbúð- ir flutnings-, verslunar-, auglýsinga-, bankaviðskipta- og krítarkortakostn- aðar. Þessi umbúðakostnaður vex þrátt fyrir örar tækninýjungar sem tekn- ar eru í notkun til þess að millifærslurnar gangi hraðar fyrir sig. Þessu veldur ekki síst hin harða samkeppni sem rekur kapítalískt hag- kerfi áfram. Urelding gengur sífellt hraðar fyrir sig. Sá sem vill standa sig í samkeppninni verður jafnan að eiga fullkomnustu og nýjustu framleiðslu- tækin, verður sífellt að vera að endurnýja tölvubúnaðinn og auka sjálf- 152
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.