Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Qupperneq 22

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Qupperneq 22
Tímarit Máls og menningar jöfnuð í verki. Taka þá stefnu að draga úr sóun á orku og hráefnum í óþarfa og munað. En þá vaknar spurningin um það hvort til séu einhverjir mælikvarðar á það hvað telja megi til óþarfa og sóunar. Ég held því hiklaust fram að þeir séu til. Framleiðslu, sem vitað er að veldur heilsutjóni og eykur kostnað við heilbrigðiskerfið og e.t.v. fleiri þætti opinberrar þjónustu má telja til óþarfa. Þar með er ekki sagt að réttlætanlegt sé að banna framleiðslu og notkun slíkrar vöru. Mörkin sem því ráða eru ýmsu háð. Núgildandi mælikvarðar hafa t.d. leitt til þess að það er bannað að framleiða, selja og nota hass og ýmis önnur fíkniefni en ekki kaffi, tóbak og áfengi. Réttmæti þeirra mælikvarða má ræða frá mörg- um sjónarhornum en þau skipta ekki máli fyrir þessa umræðu. Hún beinist að því að athuga hvernig þjóðarframleiðsla vex án þess að víst sé að það bæti mannlífið. Ég býst við að lesandinn eigi auðvelt með að átta sig á því hvernig fíkniefni koma inn í það dæmi. En hins vegar átta menn sig að öllum líkindum ekki á því að hversdagsleg iðja eins og gosdrykkjafram- leiðsla hefur býsna margar alvarlegar hliðarverkanir ef að er gáð — rétt eins og gildir um fíkniefni. Skoðum það dæmi aðeins nánar. Gosdrykkjaframleiðsla hefur tólffaldast síðustu 30 ár - og bendir nú margt til þess að Islendingar séu svo til hættir að leggja sér vatn til munns og drekki nú orðið gos í staðinn. Þó kann herferð heilbrigðisyfirvalda í því skyni að auka vatnsdrykkju í ársbyrjun að hafa breytt einhverju. Gos- drykkja eykur þjóðarframleiðslu og hagvöxt en ekki vatnsdrykkja. Hún lendir utan ramma hins formlega hagkerfis, en gosdrykkjaframleiðsla og -sala fer fram innan rammans. Hin aukna gosdrykkja veldur svo auknum tannskemmdum og hefur raunar fleiri vafasöm heilsufarsáhrif og á þar með þátt í útþenslu heilbrigðiskerfisins og eykur viðskipti tannlækna. Hún veldur auknum útgjöldum bæði hjá því opinbera og einstaklingum. En það eru ekki einu áhrifin sem aukin gosdrykkjasala hefur í þá átt að auka þjóðarframleiðslu og hagvöxt. Margir fá vinnu við að dreifa þessari vöru og auglýsa hana. Og eftir að farið var að selja hana í umbúðum, sem ekki er skilað aftur, hefur skapast aukin vinna við sorphreinsun og blasir nú við að þörf er á stórframkvæmdum og verulegri fjárfestingu í því að koma upp nýjum sorphaugum fyrir höfuðborgarsvæðið. Raunar er ekki séð fyrir end- ann á því máli vegna þess að enginn vill hafa í nágrenni sínu sorphauga með úrgangi sem tekur aldir að eyða. Þannig má lengi rekja dæmi um fram- leiðslu og þjónustu sem veldur hagvexti en gerir mannlífið jafnframt erfið- ara og lakara með ýmsum hætti og veldur náttúruspjöllum. Hvers virði er aukin framleiðni og framleiðsla af því tagi ef að er gáð? Hér er ástæða til að minna á ábyrgð hvers og eins. Með kaupum okkar og neysluvenjum höfum við bæði áhrif á hvað gerist í þjóðfélaginu og 156
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.