Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Qupperneq 27

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Qupperneq 27
Öldubrjóturinn kargi og Heljarvík“ sem seiða hug skáldsins, og lýsing þeirra verður í Aföngum allmiklu drungalegri öll en í sambærilegu kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Annesjum og Eyjum. Og það er engan veginn fráleitt að sjá einskonar sjálfsmynd skáldsins sem á öðrum stað hefur líkt sér við krækilyng við klett, í melgrasskúfinum harða við Köldukvísl eða þá öldubrjótinum karga við Látrabjarg þar sem hann stendur einn sér og storkar öllum veðrum, alvotur upp að knjám. En líkt og náttúran getur þannig orðið mennskum mönnum sem spegill er þeir geta séð mynd sína í, þannig er það og hún sem setur kennimark sitt á þá sjálfa og verk þeirra, og því má finna í kynngimögnuðu og meitluðu tungutaki Áfanga vissa samsvörun við tignarlegar og veðraðar útlínur þess lands sem þar er lýst, og á sama hátt geta menn þótst heyra í sterkri hrynj- andinni sjálfan niðinn frá fallvötnum landsins, blandaðan þungum brim- gný. Náttúrukvæði af þessu tagi eru einskonar ástarfundur manns og nátt- úru og að baki þeirra má eygja ákveðna þrá eftir sameiningu og samruna sem er angi af þrá hins afmarkaða og einstaka eftir hinu stóra og víðfeðma, þrá hins fallvalta og hverfula eftir því sem er fast og eilíft. Þetta kemur einkar vel fram í kvæði Jóns Við Tungná sem lýkur með þessum orðum: Og andvaka fann ég með ógn og dýrð um öræfanóttina bjarta, að loksins ég átti mér legurúm við lands míns titrandi hjarta. Eins og orðið „loksins“ gefur til kynna verður slíkur samruni á ákveðnum sælustundum af því tagi sem franskt skáld nefndi „l’heure exquise" og endist einatt skammt, því áður en varir skýtur upp kollinum sú tilfinning sem Jón lýsir í kvæðinu Til lækjarins og minnir menn óþyrmilega á það gap sem gín milli tilveru mannsins annars vegar, sem er einstök og endanleg, og hinnar blindu hringrásar náttúrunnar hins vegar, sem virðist hvíla í sjálfri sér og vera manninum framandi og fjarlæg, þegar betur er að gáð: Jón getur því ávarpað lækinn með eftirfarandi orðum: Þitt spor mun eigi að sumri síður létt, þitt sönglag eigi að vori miður kátt, en ævi manns var eigi fyrirsett að öðlast nýjan styrk á slíkan hátt. Því hrukkan verður aldrei aftur slétt, og aldrei dökknar framar hárið grátt. Og hér erum við komin að því sem kallast má meginstefið í öllum kveð- 161
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.