Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 31
Einar Már Gudmundsson Austrið er rautt Það var fyrir áeggjan Flokksins að eitt föstudagssíðdegið löbbuðum við félagarnir okkur niður í Lækjargötu og keyptum sinn flugmið- ann hver. Við ætluðum að segja bless við þennan bæ. Helgarbokk- urnar voru á sínum stað, í svörtum plastpokum. Meiningin var að koma sér austur á land, í eitt af stærstu sjávarplássunum. Okkur Flosa langaði burt. Svo mikið er víst. Við höfðum oft rætt það okkar á milli en þá án nokkurra félagslegra markmiða. Þetta tilbreytingalausa bæjarlíf var alltaf sami hringurinn: vinna, fundir og fyllerí um helgar. Ef við vorum heppnir lentum við á kvennafari, annars í Hverfisteininum. I þeim efnum voru allt of fáir millivegir. Flosi var líka alltaf að týna gleraugunum sínum. Eg nota ekki gleraugu en flestir dyraverðir í borginni höfðu á mér illan bifur. Einn var sérlega laginn við að binda rembihnút á handleggina, annar var það sem við kölluðum magasérfræðingur. Hann rak hnéð af alefli í magann á mönnum og gómaði þá svo með gubbupest inni á klósetti. Það var því um að gera að koma sér burt, skella sér út á land og hrista aðeins upp í liðinu. Ég taldi ekki ólíklegt að austur á landi væri góður grundvöllur fyrir hugmyndir okkar. Við vissum að Garðar Hafstað var fyrir austan en hann orti stundum ljóð sem við birtum í Loganum, málgagni Flokksins. Við Gunni könnuðumst líka við Bjössa, sem alltaf gekk í Ala- fossúlpu og með hárband, en á meðan hann bjó í bænum hafði hann stundum komið niður í Flokkshöll, aðallega til að tefla. Pabbi hans var einhver pappír í kerfinu þarna fyrir austan og Bjössi það áber- andi að hvort sem við reyndum að hafa upp á honum eða ekki yrði hann örugglega á vegi okkar, fyrr eða síðar. Eg lét mig hverfa inn í gulnuð dagblöð. Gamlir atburðir vöknuðu til lífs. Eg sá fyrir mér vígreifa baráttumenn að sunnan. Þeir stigu einsog vofur út úr svarthvítum ljósmyndum eða hoppuðu út úr 165
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.