Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 31
Einar Már Gudmundsson
Austrið er rautt
Það var fyrir áeggjan Flokksins að eitt föstudagssíðdegið löbbuðum
við félagarnir okkur niður í Lækjargötu og keyptum sinn flugmið-
ann hver. Við ætluðum að segja bless við þennan bæ. Helgarbokk-
urnar voru á sínum stað, í svörtum plastpokum. Meiningin var að
koma sér austur á land, í eitt af stærstu sjávarplássunum.
Okkur Flosa langaði burt. Svo mikið er víst. Við höfðum oft rætt
það okkar á milli en þá án nokkurra félagslegra markmiða. Þetta
tilbreytingalausa bæjarlíf var alltaf sami hringurinn: vinna, fundir og
fyllerí um helgar. Ef við vorum heppnir lentum við á kvennafari,
annars í Hverfisteininum. I þeim efnum voru allt of fáir millivegir.
Flosi var líka alltaf að týna gleraugunum sínum. Eg nota ekki
gleraugu en flestir dyraverðir í borginni höfðu á mér illan bifur.
Einn var sérlega laginn við að binda rembihnút á handleggina, annar
var það sem við kölluðum magasérfræðingur. Hann rak hnéð af
alefli í magann á mönnum og gómaði þá svo með gubbupest inni á
klósetti.
Það var því um að gera að koma sér burt, skella sér út á land og
hrista aðeins upp í liðinu. Ég taldi ekki ólíklegt að austur á landi
væri góður grundvöllur fyrir hugmyndir okkar. Við vissum að
Garðar Hafstað var fyrir austan en hann orti stundum ljóð sem við
birtum í Loganum, málgagni Flokksins.
Við Gunni könnuðumst líka við Bjössa, sem alltaf gekk í Ala-
fossúlpu og með hárband, en á meðan hann bjó í bænum hafði hann
stundum komið niður í Flokkshöll, aðallega til að tefla. Pabbi hans
var einhver pappír í kerfinu þarna fyrir austan og Bjössi það áber-
andi að hvort sem við reyndum að hafa upp á honum eða ekki yrði
hann örugglega á vegi okkar, fyrr eða síðar.
Eg lét mig hverfa inn í gulnuð dagblöð. Gamlir atburðir vöknuðu
til lífs. Eg sá fyrir mér vígreifa baráttumenn að sunnan. Þeir stigu
einsog vofur út úr svarthvítum ljósmyndum eða hoppuðu út úr
165