Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 32
Tímarit Máls og menningar gömlum skáldsögum. Ég horfði á þá stafla upp kössum og halda ræður. Það var aldrei að vita nema við mundum hafa einhver áhrif. Fyrir okkur Flosa var þetta ekkert mál. Við vorum lausir og lið- ugir. Við gátum með góðri samvisku sungið Sigurður er sjómaður. Hjá Gunna og Sigga var staðan örlítið flóknari. Þeir voru báðir giftir, Siggi átti barn og Gunni vissi ekki að Hafdís var ófrísk þegar við lögðum af stað. En þetta var okkar stefna. Við höfðum allir barist fyrir henni. Bæði á sellufundum og deildarfundum. Það var því fráleitt að hlaup- ast undan merkjum nú þegar Miðstjórn var búin að gera hana að sinni. Sögulegar skyldur hvíldu á herðum okkar. Spurningin var ekki hvort við sigruðum heldur hvenær. Einn hópur var þegar farinn vestur á firði. Annar safnaði upplýs- ingum og bjó sig undir kraftmikið áróðursstarf í einu rótgrónasta sjávarplássinu fyrir norðan. Þar höfðu geisað hörð stéttaátök fyrr á öldinni. Barist var með hnúum og hnefum og mönnum fleygt í höfnina. Seinna komu blómatímar en nú stóðu mörg hús auð. Ur Flokknum höfðu þrír kennarar farið þangað að kenna. Gallinn við þá var hins vegar sá að enginn þeirra hafði rétta afstöðu í utan- ríkismálum. Sama hvernig reynt var að koma fyrir þá vitinu, alltaf tóku þeir kolrangan pól í hæðina og vildu ekki bakka jafnvel þó Flokkurinn í heild skipti um skoðun. Það var því ekki um neitt annað að ræða en að reka þá. Ég hafði unnið við malbikun áður en við héldum austur. Stundum reyndi ég að selja Flokksmálgagnið í vinnunni en þá varð Júlli verk- stjóri alveg æfur. Mér nægði að sitja með Logann í aftursæti gula pallbílsins og fletta honum í mesta sakleysi til að Júlli missti stjórn á skapi sínu. Hann sagði að ef ég væri með pólitískan áróður í vinn- unni mundi hann hengja mig upp á tittlingnum. Þegar ég spurði hvernig hann ætlaði að fara að því sagði hann: „Ég stend við það sem ég segi. Ég stend alltaf við það sem ég segi.“ Ég sagðist ekki skilja hvað hann meinti en hann sagði mér að vera ekki með neinn kjaft. „Það ert þú sem ert með kjaft,“ sagði ég. Júlli varð fokvondur. Hann opnaði hurðina og skipaði mér að fara út að vinna á undan öllum öðrum. Hjörleifur vörubílstjóri var engu skárri. Hann var sama sinnis og Júlli. Andlega séð voru þeir eineggja tvíburar. Hjörleifur sagði að 166
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.