Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 33
Austrid er rautt kommúnistar væru þjófar. Þegar ég spurði hverju þeir hefðu stolið frá honum titraði hann allur af æsingi og sagðist eitt sinn hafa unnið með kommúnista sem hefði stolið frá sér húfu. „Það sannar ekki neitt,“ sagði ég, „þó einn kommúnisti steli frá þér húfu þurfa þá allir kommúnistar að vera húfuþjófar?“ Hjörleifur hristi höfuðið. „Það er auðséð að þú hefur verið í skóla,“ sagði hann. Svo nennti ég þessu þjarki ekki lengur. Einn dag sagði ég upp í malbikinu, tók nestistöskuna mína og var hættur. Ég gaf Hjörleifi derhúfu að skilnaði og sagði við hann þegar við kvöddumst: „Ef þú ert svo óheppinn að mæta kommúnista í myrkri skaltu telja á þér fingurna.“ Svo datt ég í það. Við Flosi fórum á blindafyllerí. Við létum öllum illum látum, hringdum í ráðherrana og bönkuðum upp hjá gömlum skólasystrum, og það var ekki runnið af okkur þegar Flosi var búinn að segja upp hjá innheimtudeild Skipafélagsins. Eg hafði sagt við hann: „Ef þú heldur áfram hjá innheimtudeild- inni endarðu bara einsog hver annar stresshlunkur. Þú breytir ekki þjóðfélaginu á meðal háaldraðra skrifstofuþræla.“ Eitthvað reyndi Flosi að malda í móinn en smám saman viðurkenndi hann málflutn- ing minn og þegar ég stakk upp á því að við færum austur á land og reyndum að skapa flokksstarfinu fastan grundvöll á meðal fisk- verkafólks faðmaði hann mig og sagði að ég væri sannur byltingar- sinni. Þrem kvöldum síðar sat ég hjá Gunna. Hafdís var ekki heima. Gunni átti smá hasslús sem við reyktum á meðan við hlustuðum á plötur. Þegar ég sagði honum frá því hvað við Flosi hefðum á prjón- unum varð hann allur uppveðraður. „Góð hugmynd,“ sagði hann. „Fantagóð hugmynd.“ Eg fann strax að hann langaði með og af því að Hafdís var formaður í einni af dugmestu sellum Flokksins var það að sjálfsögðu ekkert mál. Gunni var sá okkar sem hafði verið lengst í Flokknum. Hann gekk berfættur í tréklossum hvernig sem viðraði. I Flokknum var bannað að reykja hass en við Gunni gerðum það stundum. „Arfur hins liðna,“ sögðum við þegar logandi pípan gekk á milli okkar. Gunni bjó til kenningar þegar hann var skakkur. Ein var sú að í hægri mönnum safnaðist kynorkan fyrir í öxlunum. Stundum tóku húsin á sig kynjamyndir og eitt kvöld sáum við lögregluþjón á stærð við Hallgrímskirkju. 167
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.