Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 35
Austrið er rautt gagnbyltingarsinnaðir. „Á maður þá bara að fróa sér?“ Ég greip um ímyndaðan lim og við hlógum báðir. En korteri seinna, þegar flug- freyjan kom að hella kaffi í bollana, vorum við lentir í hrókasam- ræðum um mikilvægi sögulegrar efnishyggju. Það var ljóst af svip hennar að flugfreyjan botnaði ekkert í því sem við vorum að segja. Marxisminn var greinilega ekki hennar fag. En samt hélt ég áfram að hugsa um hana, sá hana fyrir mér á meðan rútan ók yfir auðnarlega heiðina, og hún hvarf ekki úr huganum fyrr en í fjallasalnum þegar snarbrattar hlíðarnar blöstu við. Á brún- um fjallanna hengu umkomulausir snjóskaflar en stórir grjóthnull- ungar lágu í hlíðunum. Og þarna var bærinn . . . Gulgrár reykur steig upp í loftið; bræðslustrompurinn gnæfði einsog turn. Næst sátum við í matsal hótelsins með hliðartöskurnar á lærunum og biðum á meðan Flosi fór fram til að hringja í fjarskyldan ætt- ingja, bæjarstjórnarmeðlim, sem hafði lofað að vera okkur innan handar. Þegar Flosi gekk frussandi í salinn, með trompethljóð á vörunum, vissi ég að allt var klappað og klárt. Við kláruðum kaffið úr könnunum og það stóð heima að þegar við komum labbandi með ferðatöskurnar upp brekkuna beið ættinginn með lyklana á tröpp- um barnaskólans. Við rétt fleygðum töskunum inn en um leið og við nálguðumst frystihúsið sáum við Garðar Hafstað. Hann stóð með hvíta svuntu framan á sér og spúlaði fiskikassa, gula á lit. Við pössuðum að láta hann ekki sjá okkur á meðan Siggi læddist aftan að honum og sagði: „Renna ekki ljóðin úr slöngunni?" Ef til vill hrökk Garðar upp úr miðju sköpunarverki því honum brá svo mikið að rauð gúmmí- slangan datt úr höndum hans. Þegar kraftmikið vatnið spýttist á framhlið frystihússins endurómaði ljósgrátt bárujárnið. Við spjölluðum aðeins um ástand mála, um ljóðagerð og verka- lýðsmál, og Garðar gaf okkur greinargóða lýsingu á verkstjóranum. Við kíktum inn í kaffistofuna, leituðum hjá saltfiskstæðunum og í frystiklefanum, en fundum hann ekki fyrr en við athuguðum hinum megin við vélarnar í vélasalnum. Þar stóð hann umkringdur ótal hvítklæddum konum og var eitthvað að pota með kústskafti í bilaða flökunarvél. Gunni pikkaði í öxl hans og eftir að hafa virt okkur 169
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.