Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 35
Austrið er rautt
gagnbyltingarsinnaðir. „Á maður þá bara að fróa sér?“ Ég greip um
ímyndaðan lim og við hlógum báðir. En korteri seinna, þegar flug-
freyjan kom að hella kaffi í bollana, vorum við lentir í hrókasam-
ræðum um mikilvægi sögulegrar efnishyggju.
Það var ljóst af svip hennar að flugfreyjan botnaði ekkert í því
sem við vorum að segja. Marxisminn var greinilega ekki hennar fag.
En samt hélt ég áfram að hugsa um hana, sá hana fyrir mér á meðan
rútan ók yfir auðnarlega heiðina, og hún hvarf ekki úr huganum
fyrr en í fjallasalnum þegar snarbrattar hlíðarnar blöstu við. Á brún-
um fjallanna hengu umkomulausir snjóskaflar en stórir grjóthnull-
ungar lágu í hlíðunum.
Og þarna var bærinn . . .
Gulgrár reykur steig upp í loftið; bræðslustrompurinn gnæfði
einsog turn.
Næst sátum við í matsal hótelsins með hliðartöskurnar á lærunum
og biðum á meðan Flosi fór fram til að hringja í fjarskyldan ætt-
ingja, bæjarstjórnarmeðlim, sem hafði lofað að vera okkur innan
handar. Þegar Flosi gekk frussandi í salinn, með trompethljóð á
vörunum, vissi ég að allt var klappað og klárt. Við kláruðum kaffið
úr könnunum og það stóð heima að þegar við komum labbandi með
ferðatöskurnar upp brekkuna beið ættinginn með lyklana á tröpp-
um barnaskólans.
Við rétt fleygðum töskunum inn en um leið og við nálguðumst
frystihúsið sáum við Garðar Hafstað. Hann stóð með hvíta svuntu
framan á sér og spúlaði fiskikassa, gula á lit. Við pössuðum að láta
hann ekki sjá okkur á meðan Siggi læddist aftan að honum og sagði:
„Renna ekki ljóðin úr slöngunni?" Ef til vill hrökk Garðar upp úr
miðju sköpunarverki því honum brá svo mikið að rauð gúmmí-
slangan datt úr höndum hans. Þegar kraftmikið vatnið spýttist á
framhlið frystihússins endurómaði ljósgrátt bárujárnið.
Við spjölluðum aðeins um ástand mála, um ljóðagerð og verka-
lýðsmál, og Garðar gaf okkur greinargóða lýsingu á verkstjóranum.
Við kíktum inn í kaffistofuna, leituðum hjá saltfiskstæðunum og í
frystiklefanum, en fundum hann ekki fyrr en við athuguðum hinum
megin við vélarnar í vélasalnum. Þar stóð hann umkringdur ótal
hvítklæddum konum og var eitthvað að pota með kústskafti í bilaða
flökunarvél. Gunni pikkaði í öxl hans og eftir að hafa virt okkur
169