Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 37
Austrið er rautt fyllti skólastofuna slíkum óhljóðum að það tók mig langan tíma að átta mig á hvar ég var staddur og skömmu síðar þegar ég gekk um dynjandi vélasalinn í frystihúsinu sá ég mig koma kófsveittan upp úr svefnpoka. Um gólfin sveimuðu ótal gulir lyftarar . . . A einum þeirra sat mjög lágvaxinn maður, dökkhærður með langa barta. Hann var í brúnni lopapeysu og hallaði sér fram á stýrið með filtersígarettu á milli fingranna. Á öðrum stað stóð Garðar Hafstað á tali við gamlan mann. Eg veitti því athygli að þeir voru með eins töskur og Garðar var næstum því jafn hokinn og hann. Eg hugsaði með mér, ljóðagerð við kertaljós er vart á fiskvinnu bætandi. Langri borðplötu var skellt oná tvo trébúkka og matsmennirnir, annar með hvítan hatt, hinn derhúfu, stóðu og brýndu hnífa. Á göfflum lyftarans var autt trébretti, konur stóðu í hnapp og pískr- uðu en unglingar hlupu í kringum saltfiskstæðurnar. Þegar lágvaxni maðurinn var búinn með sígarettuna lét hann smella í fingrunum og skaut filterstubbnum burt. Svo kom verkstjórinn, smalaði unglingunum saman og sendi þá ásamt Gunna og Sigga að reita í matsmennina. Flosi var settur á vigtina en ég látinn fá snærisrúllu og skæri. Næst stóð ég við borð- plötuna og svo rann allt af stað: Gamall maður með brosmilt andlit hélt á stimpli og stimplaði striga sem tvær konur tóku og vöfðu utan um vigtaðan saltfiskinn frá Flosa. Eg átti síðan að binda utan um allt heila klabbið, hnýta um hvern pakka og senda áfram þar sem aðrar tvær konur stóðu, reiðubúnar að raða innbundnum fiskinum, með áritun fyrirtækisins, á autt trébrettið. Auðvitað var þetta sára einfaldur hnútur, ekki ætla ég að neita því, og í hvert sinn sem gamli maðurinn með stimpilinn kom til að sýna mér hvernig ég ætti að fara að, fannst mér ég geta gert þetta einn. En sama hvernig ég reyndi, alltaf fór þumallinn með inn í hringinn og allt í einu var snærisrúllan flækt um annan fótinn og það var varla að skærin vildu bíta. Konurnar, sem áttu að taka við pökk- unum, settu hendur á mjaðmir og urðu fúlar en lágvaxni maðurinn á lyftaranum sló sér á lær og skellihló. Að lokum var allt komið í hönk, fiskfjöllin hrúguðust upp og færibandið var stopp. Allra augu beindust að mér og í kaffitímanum tóku félagarnir mig afsíðis. Siggi var svo æstur að ég hélt hann 171
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.