Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 39
Austrid er rautt A sama hátt gripum við Gunni hvert tækifæri sem gafst og kynnt- um málstaðinn; en létum okkur ekki nægja að messa bara yfir ungl- ingunum, sem aðeins hugsuðu um skellinöðrur og höfðu engan áhuga á stjórnmálum, heldur beindum við málflutningi okkar fyrst og fremst að matsmönnunum. I gegnum þá vildum við koma boð- skap okkar á framfæri: að sá pólitískum frjókornum í huga þeirra og koma þeim í skilning um bæði svik verkalýðsforystunnar og stéttar- eðli ríkisvaldsins var okkar hlutverk við ríkjandi aðstæður. Þó Níels, matsmaðurinn með derhúfuna sem var feitur og hafði kviðlinga á hraðbergi, tæki vel í margt sem við sögðum og væri sammála okkur í ýmsu var ekki það sama uppi á teningnum með hinn matsmanninn, nafna minn Stefán, sem var þvengmjór og alltaf með sama ótendraða sígarettustubbinn á milli varanna; eða réttara sagt kom það aldrei í ljós því hvenær sem tóm gafst til að ræða málin var hann þotinn af stað, sestur upp á næsta lyftara, farinn að afhausa eða byrjaður að flaka. Sumir sögðu að hann svimaði ef hann stæði kyrr, aðrir að hann væri með njálg. En hvort sem menn sögðu hafði enginn heyrt hann tala síðan á Síldarárunum. En hvað gátum við gert fleira? Það þýddi auðvitað ekkert að einangra sig bara við örfáar hræður. Ef byltingarstarfið átti að bera árangur og ná fótfestu um allan landsfjórðunginn var ljóst að fleiri urðu að ljá málstaðnum eyra. Því var það eitt kvöldið, á meðan við bogruðum yfir járngráu keri, drógum upp söltuð fiskflök, skoluðum þau og lögðum á bretti, að við Siggi tókum okkur til og hófum að ræða áróðursstarfið, hver núverandi staða þess væri og hvernig það yrði best útvíkkað og þróað. Við hóuðum í Gunna og Flosa þar sem þeir stóðu með hvítar fiskisvuntur framan á sér og söltuðu og hlóðu í stæður. Þetta var kvöldvinnan; á daginn rifum við niður og pökkuðum en á kvöldin byggðum við upp og hlóðum. En eftir talsverðar bollaleggingar, umræður um forgang mála, var niðurstaðan sú að ráðlegast mundi að halda fund þar sem bæði sjónarmið Flokksins og starfsemi væru kynnt. Þar sem haustið nálgaðist óðfluga var orðið allt of kalt til að halda útifund, auk þess sem að þá hefðum við að minnsta kosti þurft að hafa gjallarhorn. Það var heldur ekki hægt að fá samkomusalinn í 173
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.