Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Qupperneq 41

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Qupperneq 41
Austrid er rautt una. Það var ekki talað um annað í bænum og því jafnvel fleygt að jafn krassandi mál hefði ekki flotið á fjörur bæjarbúa síðan aðfluttu hjúkrunarkonunni á héraðssjúkrahúsinu var nauðgað. En strax eftir hádegi var hreinsunardeildin send á vettvang, vegg- spjöldin tekin niður og dreifibréfin skröpuð burt, og síðdegis skotið á skyndifundi í bæjarstjórn, einhver hægrisinnuð gribba með gler- augu tók málið upp og í opinberri yfirlýsingu var þessari misnotkun barnaskólans „í þágu innfluttra öfgaafla" harðlega mótmælt. Og næsta dag voru fjölmiðlar komnir í málið. I landsfjórðungsblaðinu var „óskapnaðinum" líkt við hryðjuverk og frá fréttaritaranum á staðnum gat að lesa eftirfarandi fyrirsögn með stórum stöfum á baksíðu Morgunblaðsins: „Kommúnistar fara með ofstopa um Austurland." Birt var mynd af Kaupfélaginu en á henni mátti greina þrjú dreifibréf og eitt veggspjald. Annars staðar í blaðinu hafði „Reið fiskverkunarkona“ haft samband við Velvakanda. Við vorum alsælir. Jafnvel fólk í öðrum bæjum og þorpum, já allt landið vissi um fundinn. Flokkurinn sendi okkur heillaóskaskeyti og næst þegar við sátum í matsalnum og borðuðum var ritstjóri Logans í símanum. Ekki veit ég nákvæmlega hvað þeim Sigga fór á milli en það stóð á endum að sama dag og hinn boðaði fundur skyldi hefjast kom stór pakki, fullur af glænýjum Logum. Við rifum hann upp og við okkur blasti forsíðan, já flennistórir stafir sem mynduðu orðin: „Stéttabaráttan harðnar á Austurlandi." Þó ekki væri setið á öllum stólunum var síður en svo tómlegt í salnum. Ég kom strax auga á Níels matsmann og fyrir aftan Jóa á lyftaranum sat sú af gengilbeinum hótelsins, sem var svo yfir sig ástfangin af Garðari Hafstað að hún hélt varla vatni, en við hlið hennar voru tveir ungir sjúkraliðar og þarna var líka bróðir mjólk- urfræðingsins og gamli sundkennarinn sem einsog alkunna var hafði tekið þátt í Gúttóslagnum árið 1932 og ekki talað um annað síðan. Svo stormaði Bjössi í salinn. Hann var í Alafossúlpunni og með honum þrjár snoppufríðar stelpur og fimm strákar sem allir gengu með eins hárband og hann. A meðan Flosi talaði um hagkerfið, hvernig það væri byggt upp og af hverju þyrfti að brjóta það niður, sátu snoppufríðu stelpurnar og hekluðu litlar litríkar bætur sem þær af og til mátuðu við snjáð lærin á upplituðum gallabuxunum. 175
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.